
Tónlistarfólk á sumarhátíð vesturbæjar.

Fiðrildið af sorgarstundinni settist á þá snöggu, aðmírálsfiðrildi setjast víst ógjarnan á fólk.

Asninn sem saknaði vinar síns.

Systkini að leika listir sínar og hljóðfæri í baksýn.

Sú snögga á asnabaki með barnabarn sér til aðstoðar.

Sú sveimhuga prófaði vatnshanann.

Sá skapmikli fór líka á bak.

Hljóðfæraleikararnir byrjaðir.

Asninn að sníkja kökubita.

Og svo hófst dansinn.

Allir að dansa með, frúin með þann skapmikla á háhesti.

Bóndinn á leið með ábúandann í léttan snúning.

Krúttlegasta parið og sekkjapípuleikarinn sló taktinn með bjöllunum sem hanga á stórkostlegustu skóm kvöldsins.

Bíllinn sem sá skapmikli vildi svo geta keyrt.

Svo var grillað og meiri tónlist.

Síðasta mynd kvöldsins áður en lagt var af stað heim.
Tíkin Lukka vildi ekki festast á filmu, kýrin Búkolla hafði einu sinni verið til á bænum – svo mikil var ánægja bóndans með Íslandsdvölina. Seinna standa vonir til að hjónin hitti aftur dóttur bóndans og fjölskyldu til söngstundar, þar sem skipst verður á íslenskum og þýskum söngvum.
Í dag var myndavélin því miður ekki tekin upp.