flýgur tíminn án þess að nokkuð gerist. Í gær og í dag hefur verið hlýtt en þugbúið, um 25° hiti en svolítil rigning báða dagana – spáin lofar þurru næstu daga og upp undir 30° hita. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer í krakkana. Sumarið hingað til hefur verið með svalara móti segja innfæddir, en okkur hefur liðið afspyrnu vel, stuttermabolir og þunnir kjólar er klæðnaðurinn sem gildir flesta dagana.
Í gær skrapp frúin með börnin í IKEA sem er staðsett í Sindelfingen og var lítið lengur á leiðinni þangað en ofan úr Grafarvogi suður í Garðabæ. Sænskar kjötbollur voru keyptar í leiðinni og ís í brauði.
Í dag röltum við niður í Penny Markt sem er búðin okkar og sú sveimhuga kláraði loksins stærðfræði bókina sem hefur haldið henni upptekinni nánast daglega frá því í byrjun maí – skriftarbókin klárast á morgun.
Bóndinn var að vinna lengi í dag, kom heim um klukkan átta, hann heldur fyrirlestur í fyrramálið sem heldur áfram að halda honum uppteknum fram á kvöldið.
Von er á góðum gestum á næstu dögum, meira um það síðar.