Þessi vika er verkefnavika hjá þeirri sveimhuga, bekkurinn hennar vann verkefni um hunda og kindur. Á þriðjudaginn fóru þau upp á fjall og sáu fjárhund sinna hjörðinni sinni, þar sá hún 6 sentimetra langa engisprettu og skemmti sér konunglega. Á miðvikudag kom hundaskóli í heimsókn til þeirra og krakkarnir fengu að æfa sig að gefa skipanir.
Á fimmtudag var föndrað og í dag komu aftur hundar í heimsókn. Mjög skemmtileg vika að baki í skólanum.
Sú snögga hefur verið á faraldsfæti þessa vikuna, á miðvikudag fór leikskólinn til Wilhelma í Stuttgart, það er dýragarður og var rosalega gaman, gíraffakálfur var eftirminnilegastur eftir heimsóknina.
Í gær var svo ferðalag þar sem var grillað og leikið á leikvelli úti í sveit. Skógarferð dagsins í dag var reyndar frestað vegna bleytu.
Sá skapmikil fór í heimsókn í leikskólann sinn í dag, hann mun byrja þar um miðjan september. Fyrsta hálftímann var hann feiminn, en það rjátlaðist þó af honum og hann skellti sér í leik með strákunum. Leikskólinn er stór og skemmtilegur, mikið skreyttur og áhersla lögð á leik og hreyfingu.
Í gær fékk fjölskyldan góða gesti sem höfðu ekið alla leið frá Noregi, með stoppi hér og þar. Kærkomnir vinir sem eru senn á leið aftur heim á klakann eftir nokkurra ára dvöl nyrðra. Gott og gaman að bera saman bækur og spjalla við.
Gleðifréttir dagsins voru fæðing drengs í breiðholti – fögnum við komu hans í heiminn.