
Svolítið misjafnt hvað var lagt í mikla brekku.

Sá skapmikli lék sér með mótorhjólið.

Falleg kirkja í miðborg Reutlingen, verið var að gera við turninn, svo hann sést ekki.

Á þessum gosbrunni mátti sjá 12 ólíkar starfsgreinar, hver og ein var á snúningsplötu svo sjá mátti verkið frá öllum hliðum. Heilmikill texti var á miðjustólpanum, en frúin nennti ekki að lesa hann.

Þarna voru til dæmis skósmiður, klæðskeri, bakari, vefari, kaupmaður og svo sjö aðrir.

Þarna var líka kind uppi á húsvegg.

Sá skapmikli fyrir utan bílastæðahúsið.

Komin heim - sú snögga með fléttuna, ótrúlegt en satt, hún valdi bleikt!

Og sú sveimhuga með sitt marglita band.