Í morgun fóru 4/5 af meðlimum fjölskyldunnar á línuskauta hér fyrir utan, það gekk svolítið misjafnlega, en allir heilir að lokum.
Eftir hádegið fórum við á Antiksölu hér sunnan við borgina að skoða, sáum margt fallegt og bóndinn keypti ermahnappa. Þaðan fórum við til Reutlingen, gengum þar um miðborgina og sáum falleg hús og gosbrunna. Í miðborginni var Afríku hátíð, við fórum þangað inn og keyptum smotterí, stelpur fengu fléttur í hárið og það var hoppukastali á staðnum. Sú sveimhuga og frúin skelltu sér í afródansa og hitinn var eins og í Afríku, um 30 stig. Heima var svo slakað á fram að kvöldmat, bað og í rúmið.