Daglega amstrið

Á mánudaginn fór lífið að færast í fastar vetrarskorður, allir út af heimilinu fyrir klukkan átta, systur í skólann og strákur á leikskólann, bóndinn í vinnu og frúin í heilsubótargöngu eftir að allir voru komnir á sinn stað.

Sú sveimhuga nýtur þess að vera í skólanum, þýskan gengur sífellt betur og betur, skilur næstum því allt sem kennarinn segir og syngur ýmist á ensku eða þýsku einhver lög sem eru sungin í skólanum.

Sú snögga er svo sátt við skólann að henni líður eins og hún sé sjö ára, þetta gengur allt svo vel.  Í dag hrósaði kennarinn henni fyrir að vera ótrúlega dugleg í þýsku, skilja heilmikið og vera farin að tala svolítið líka.

Sá snöggi er voða glaður, á vinkonu sem röltir stundum með okkur heim, hún er fimm og fer ein heim um hádegið suma dagana.  Hann er aðeins farinn að leita til krakkanna, á foreldrafundi í dag var honum hrósað fyrir að vera opinn og glaðlyndur og allt gangi ljómandi vel hjá honum.

Í gær skruppum við til Entringen eftir að heimanámið var frágengið, þar er ofsalega skemmtilegur leikvöllur, algjört ævintýraland.  Skemmtilegast fannst þeim klifurgrind sem var eins og apabúr og fengu aparnir þokkalega útrás þar.  Við fundum líka slatta af kastaníuhnetum sem rötuðu heim í skál, smá haust skraut fyrir heimilið.

Í dag fórum við að skoða villisvínin við Bebenhausen, krakkarnir gáfu þeim gras og skemmtu sér konunglega, fórum þangað með Ameríkönunum sem höfðu ekki farið þangað áður.

3 replies on “Daglega amstrið”

  1. Gaman að fá svona jákvæðar og skemmtilegar fréttir frá ykkur. Gangi ykkur allt í haginn áfram. Bestu kveðjur til ykkar allra.

  2. Frábært Árný min að heyra að gengur vel. Yndislegt að upplifa með börnunum sínum þegar þau stækka um nokkur númer á „nó tæm“ 🙂
    Knús, SA

Comments are closed.