Ísland – Þýskaland

Stuttri heimsókn á klakann er lokið, margar heimsóknir og jafnframt margir sem við sáum ekki.

Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.

Þeim skapmikla fannst mikið til koma hvað allir töluðu íslensku í kringum hann á klakanum!  Sú snögga var ánægð með skóla þar sem hægt var að fá heitan mat í hádeginu, þvílíkur lúxus.  Sú sveimhuga var lítið sem ekkert heima og ótrúlega ánægð með hvað hún á margar góðar vinkonur.

Það var svolítið erfitt að fara aftur heim, en samt gott að vera kominn aftur hingað, að vísu er leiðinlegt að bóndinn skuli ekki koma fyrr en síðar í vikunni.

Í dag var farið í gönguferð í skóginn með vasaljós í ljósaskiptunum, voða gaman að labba í myrkrinu með vasaljósin.

Nokkrar myndir frá ferðinni fylgja, nú hefst svo daglega amstrið, látlaust fram að jólum!