
Lestamódelin voru mjög flott sem og umhverfið sem þær óku um.

Þarna mátti líka prófa mótorhjól sem sá skapmikli vildi helst taka með sér heim.

Á gamlársdag var síðasti kubburinn í þessu 1500 kubba púsli frá New York 2001 lagður niður, sá fyrsti var settur á borðið á annan í jólum. Himininn stóð lengst í okkur hjónum.

Raklett á gamla móðinn var einn af réttum gamlárskvölds, afskaplega gott.

Gos á leið í loftið, sá berleggjaði er bóndinn í lederhosen!

Leikið í brekkunni hinu megin við akrana, brekkan er miklu lengri á leiðinni upp en niður!

Zoe (14) er einn af þeim hundum sem við megum klappa, því við þekkjum hana!