fá allir þeir sem líta hér við og fylgjast með okkur, það er greinilegt að markmiðið með bloggi frúarinnar næst, vinir og vandmenn geta fylgst með daglegu lífi okkar hér í Tübingen.
Þessi vika hefur liðið hratt eins og tíminn hér almennt, lítið merkilegt var aðhafst í vikunni, ein tönn datt hjá þeirri sveimhuga, þar með hafa 10 tennur dottið hjá henni. Hún skrapp líka í heimsókn til bekkjarsystur sinnar á þriðjudaginn og hafði svo gaman af að ekki tókst að koma heim á réttum tíma.
Sú snögga lá úti í snjónum um daginn og sleði var dreginn yfir andlitið á henni, fékk hún að launum vísi að glóðurauga sem er óðum að hverfa. Hún svarar móður sinni oft þegar hún er spurð út í heimaverkefni: „mamma, ég er í frysta bekk, þá er aldrei mikið heimanám!“
Sá skapmikli er sáttur í leikskólanum, svona flesta daga. Hann á góðan vin þar og nú er verið að föndra fyrir páskana. Hann er farinn að tala heilmikið á þýsku og skilur mjög margt.
Frúin sótti tíma í gegnum Skype í vikunni og gekk það vel – bóndinn fór á meðan með krakkana í stórmarkaður og kom frústreraður heim, stórmarkaðir geta verið erfiðir!
Á föstudaginn voru fimleikar, sund og lokakvöldið í „Unser Star für Oslo“ og Lena Meyer-Landrut var valin með lagið Satellite, hún er sjarmatröll og við sáum eiginlega í fyrsta þættinum að hún hlyti að fara til Osloar.
Á laugardaginn var hangið heima í rólegheitum allan daginn, eftir taco kvöldverð horfðum við á Mary Poppins. Sú sveimhuga segir að myndir um skemmtilegar barnapíur sem kenna foreldrum að þykja vænt um börnin sín séu uppáhalds myndirnar sínar.
Í dag, sunnudag, skruppum við yfir til Bebenhausen og gengum um skóginn, sáum nokkur tré sem höfðu fallið í síðasta roki og gáfum villisvínunum gömul hamborgarabrauð.
Við vonum að vorið sé á næsta leiti, spáin er upp á ríflega tíu stig svo til daglega næstu tvær vikurnar, reiknum bara að það standist 🙂
Um næstu helgi skreppur bóndinn til Amsterdam – alla vega benda líkur til þess.
Góðar stundir 🙂