Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2010

Alls konar myndir

Maísinn er að komast af stað - það verður gaman að fá hann ferskan í haust.

Maísinn er að komast af stað - það verður gaman að fá hann ferskan í haust.

Hveitið tilbúið fyrir skurð.

Hveitið tilbúið fyrir skurð.

3. a í Grundschule an der Wanne á leikvelli.

3. a í Grundschule an der Wanne á leikvelli.

Kvöldverður úti á palli.

Kvöldverður úti á palli.

Kátir krakkar.

Kátir krakkar.

Góðir vinir.

Góðir vinir.

Rólað í trénu góða við leikskólann.

Rólað í trénu góða við leikskólann.

Gaman að skoða eðlur!

Gaman að skoða eðlur!

Nokkurra vikna gömul eðla sem fæddist í dýragarðinum.

Nokkurra vikna gamalt kamelljón sem fæddist í dýragarðinum.

Mörgæsirnar skoðaðar.

Mörgæsirnar skoðaðar.

Vinir kvaddir og gestum heilsað

Þetta hefur verið vika breytinga!

Á mánudegi hélt ameríska bekkjarsystir þeirrar sveimhuga kveðjur-/afmælispartý fyrir allan hópinn á leikvelli í Waldhausen Ost, þau fóru beint þangað eftir sund og aðstoðaði frúin við að hemja lýðinn sem skemmti sér stórkostlega.

Á þriðjudegi var hefðbundinn skóli og um kvöldið buðum við amerísku vinum okkar í mat þar sem þau voru við það að flytja aftur heim í hitann í Dallas.  Áttum við ákaflega notalega kvöldstund úti á palli langt fram eftir kvöldi þar sem við lá að heimsgátan væri leyst!

Á miðvikudegi fór sá skapmikli í heimsókn til vinar síns og var þar lengi í steikjandi hita, endaði á því að borða kvöldmat þar áður en hann var sóttur.  Sú snögga skrapp örsnöggt yfir götuna í heimsókn til vinar síns.  Hér heima var svo mikill doði í hitanum að fengin var heimsend pizza þar sem ekki var orka til eldamennsku.

Á fimmtudagsmorgni skutlaði frúin Ameríkönunum á lestarstöðina þar sem þau voru kvödd, vonandi ekki fyrir fullt og allt – en alla vega til langs tíma.  Mikill söknuður er af þeim þar sem samskiptin hafa verið óskaplega mikil á milli þessara fjölskyldna.  Seinni partinn komu syskini af leikskóladeild þess skapmikla í heimsókn ásamt með móður sinni og var mikið leikið og pönnsum sporðrennt.

Á föstudegi fór frúin til Frankfurt að sækja litla bróður sinn og unnustu hans sem eru komin í heimsókn.  Heimferðin gekk óskaplega hægt, þar sem svo að segja ALLIR í Þýskalandi höfðu ákveðið að fara í ferðalag þennan dag – alla vega leit það svoleiðis út á *hrað*brautunum!  En óskaplega er gott að fá góða gesti, þó það taki langan tíma að koma þeim alla leið.

Á laugardegi skruppum við öll til Wilhelma í Stuttgart, það var frekar svalt og skúrir öðru hvoru, svo dýrin voru tiltölulega spræk – alveg upplagt dýragarðsveður.

Á sunnudegi var slakað á aðeins frameftir en svo var skroppið í smá göngutúr í nýja Grasagarðinn hér í Wanne, kíkt á kaktusa (sem þeim skapmikla finnst mjög mikilvægt að móðurbróðirinn sjái) og froska.  Einnig voru ýmis blóm og ávextir skoðaðir.  Seinnipartinn var  sumarhátíð hjá þeirri snöggu, hún var haldin í skólanum.  Það var grillað fyrir utan, krakkarnir sungu og léku sér og þetta var ákaflega huggulegt.  Frúin, gestirnir, sú sveimhuga og sá skapmikli fóru að vísu frekar snemma heim til að undirbúa kvöldmatinn.  Barnapían kom í mat en hún er á heimleið og passar víst ekki meira hér á bæ.

Veðurspáin er frekar svöl og örlítið rök fyrir næstu daga – sem er frekar leiðinlegt gestanna vegna, en að vísu þýðir það að það er hægt að vera úti og rölta án þess að leka niður af svita, en minna verður keypt af ís fyrir vikið.

Allir eru farnir að þrá að komast í sumarfrí sem byrjar á fimmtudag, þá verður spennandi að sýna gestunum nánasta umhverfið og njóta þess að vera í fríi.

Veislumyndir

Á miðvikudagskvöldi kom þrumuveður og þegar það byrjaði varð birtan ótrúlega gul - sést kannski ekki vel.

Á miðvikudagskvöldi kom þrumuveður og þegar það byrjaði varð birtan ótrúlega gul - sést kannski ekki vel.

Sólblómin eru að springa út.

Sólblómin eru að springa út.

Ameríska vinkonan og búlgarskur vinur.

Ameríska vinkonan og búlgarskur vinur.

Leikið úti í veislunni.

Leikið úti í veislunni.

Ameríski pabbinn og eldri dóttirin að elta þann skapmikla í Schönbuch.

Ameríski pabbinn og eldri dóttirin að elta þann skapmikla í Schönbuch.

Bekkjarfélagar í blaki.

Bekkjarfélagar í blaki.

Flutningur á leikriti, Frau Stocker í miðjunni.

Flutningur á leikriti, Frau Stocker í miðjunni.

Leikið heima á palli.

Leikið heima á palli.

Hiti og meiri hiti

Vikan leið að miklu leiti hjá í hitamóki – einn daginn (man ekki einu sinni hvaða dag það var!) fór upp í 37°C niðri í bæ, var líklegast 35 stig hér uppfrá!

Á mánudaginn voru allir að kafna, sú snögga var reyndar full af kvefi og það slöpp að hún fór ekki í leikfimi, það gerði sá skapmikli hins vegar.  Eftir tímann hans fór fjölskyldan í Intersport og fjárfesti í síðasta tilboðstjaldinu og gerði feikna góð kaup í því.

Á þriðjudegi var enn mjög heitt, sú snögga var heima vegna slappleika en sú sveimhuga fór í leikfimina eftir skóla og var klukkutíma lengur en vanalega þar sem hún gerðist aðstoðardama kennarans þegar litlu krakkarnir komu.  Hafði hún mikið gaman af því.  Amman í Reykjavík átti afmæli.

Á miðvikudegi skrapp sá skapmikli enn einu sinni í heimsókn til vinar síns, léku þeir sér að mestu í sundlauginni og fannst systrunum mikið til koma þegar þær komu með að sækja hann – öfunda litla bróður sinn töluvert!  Sú sveimhuga fór til augnlæknir, þriðja heimsóknin á þremur ársfjórðungum – var boðið að koma aftur í desember – það er nefnilega hægt að rukka tryggingarfélögin fyrir eina heimsókn á hverjum ársfjórðungi!

Á fimmtudegi fór fjölskyldan til tannlæknis og reyndist það ánægjuleg heimsókn fyrir alla.

Á föstudegi átti loksins að senda systur í fimleika – þeir féllu hins vegar niður vegna einhverrar uppákomu í Silcherschule þar sem kennslan fer fram.  Léku krakkar sér því svolítið í gamla Grasagarðinum áður en við skruppum í sund.  Við fengum svo að poppa í örbylgjuofninum hjá Ameríkönunum um kvöldið.

Á laugardegi átti afinn á Akureyri stórafmæli.  Við fórum hins vegar í kveðjurveislu fyrir Ameríkanana hjá þýskri vinkonu, þar var gaman og ýmislegt góðgæti á borðum.  Reyndar ringdi af og til allan daginn – sem var gott því loftið hreinsaðist, en ekki hægt að hafa veisluna úti eins og til hafði staðið.

Á sunnudegi var sumarhátíð hjá þeirri sveimhuga, bekkurinn hittist í Schönbuch skóginum, við eldstæði.  Þar grilluðu allir fyrir sig og mættu með kræsingar á hlaðborð.  Krakkarnir léku sér og fluttu leikþátt sem verið er að æfa fyrir næsta haust. Seinnipartinn kíktu svo amerísku stelpurnar í smá stund.

Aðeins hefur kólnað núna um helgina, ekki nema rétt ríflega 20 stig þessa dagana (24-26 stig) sem er ákaflega passlegt, spáin hljómar þannig upp á næstu daga sem er notalegt.

Næstu gestir koma í lok þessarar viku og svo styttist í sumarfrí í skólanum.

Mikið um að vera

Loksins 7!

Loksins 7!

Súkkulaðibrunnurinn vinsæll.

Súkkulaðibrunnurinn vinsæll.

Frjálsleg uppstylling í miðju B.-W.

Frjálsleg uppstylling í miðju B.-W.

Tübingen póstkortið með gestum.

Tübingen póstkortið með gestum.

Óvelkomnir gestir - geitungar við stofugluggann!

Óvelkomnir gestir - geitungar við stofugluggann!

Villisvínin heimsótt og fóðruð.

Villisvínin heimsótt og fóðruð.

Í berfótagöngunni við Hechingen.

Í berfótagöngunni við Hechingen.

Síðasta kvöldið með frændsystkinunum.

Síðasta kvöldið með frændsystkinunum.

Á leið í príl með Ameríkönunum.

Á leið í príl með Ameríkönunum.

Tómleiki

Jæja, þá eru gestirnir flognir í þetta skiptið – það er nú alltaf tómlegt þegar fækkar en sem betur fer styttist jafnframt í að við hittum þau aftur og að næstu gestir komi.

Á mánudaginn varð sú snögga 7 ára.  Eins og fyrr var búið að bíða lengi eftir að þessi merkisdagur rynni upp.  Bróðirinn, mágkonan og bróðurdóttirin skruppu í verslunarleiðangur en bróðursonurinn var heima og tók þátt í bekkjarafmæli þeirrar snöggu, sex bekkjarsystkin komu auk þriggja úr bekk þeirrar sveimhuga  – súkkulaðigosbrunnurinn sló algjörlega í gegn!

Á þriðjudegi röltum við niður í borgina, gengum skógarstíginn og fórum í kastalann, gengum yfir eyjuna og fengum okkur ís áður en slúttað var í gamla grasagarðinum.  Við tókum svo strætó á Bella Roma þar sem allir fengu ljúffengan mat.

Á miðvikudegi fóru bróðirinn og fjölskylda í Legoland, sá skapmikli fór heim til vinar síns að leika og systur tóku til.  Bóndinn og bróðirinn fóru upp í tjald í Waldhausen Ost um kvöldið og fylgdust með leiknum þar, en gleðin við heimkomuna var minni en síðast.

Á fimmtudegi var skroppið yfir í skóginn við Bebenhausen og villisvínunum gefið afgangs brauð sem safnast hafði upp.  Þaðan fórum við í Ritter Sport og keyptum svolítið súkkulaði.  Síðustu helgi höfðu uppgötvast óvelkomnir gestir – geitungar eða vespur, hér við stofugluggan.  Það var eitrað fyrir þeim og frúin fjarlægði svo leifarnar sem voru miklar!  Einhver tungumálatregða var í gangi varðandi heiti flugnanna, við töldum þetta vera geitunga en á pappírunum stóð „Wespen“ – sem eru einmitt geitungar! Merkilegt.

Á föstudegi var heitt og allir fóru í Freibad og um kvöldið skruppu frúin, bróðirinn, mágkonan og bróðurdóttirin til Metzingen í Outlet City þar sem gera átti stórinnkaup – en lítið fór fyrir þeim þar sem MJÖG margir aðrir höfðu fengi sömu frábæru hugmynd.

Á laugardegi var heitt, við fórum samt flestöll (nema mágkonan sem ætlaði að slaka á heima – en reyndist hafa þrifið og þvegið þvott í staðinn) til Hechingen í berfótagönguna, ganga var misjafnlega þægileg eins og alltaf – fyrir utan að í þetta skiptið voru sumir hlutar hennar óþarflega heitir.

Við ókum líka í áttina að Hohenzollern kastala svo bróðirinn gæti tekið mynd af honum.  Eftir hádegismatinn fóru frúin, bóndinn og krakkaskarinn á listasafnið svo ferðalangarnir gætu hvílt sig fyrir næturaksturinn.  Einnig keyptum við ís og snakk fyrir leikinn stóra í sjónvarpinu sem endaði ljómandi vel.

Seint um kvöldið fóru gestirnir svo af stað til Düsseldorf og heim á sunnudagsmorgni.  Frúin og dæturnar skruppu í ævintýragarðinn við Lichtenstein kastala á sunnudeginum og skemmtu sér konunglega þar á meðan bóndinn og sá skapmikli léku sér heimavið.

Nú verður farið að telja niður í næstu gesti, litli bróðir og hans frú koma eftir tæpar tvær vikur!

Veislumyndir

Einn að "hrífa" sig í sólinni (þrífa sig = þurrka sig).

Einn að "hrífa" sig í sólinni (þrífa sig = þurrka sig).

Marko Marin hárgreiðsla - loksins búið að kaupa gel á heimilið fyrir drenginn.

Marko Marin hárgreiðsla - loksins búið að kaupa gel á heimilið fyrir drenginn.

Úti að leika í hitanum.

Úti að leika í hitanum.

Fyrir utan Löwentor í Stuttgart.

Fyrir utan Löwentor í Stuttgart.

Beinagrind af mammút - þeir voru stórir.

Beinagrind af mammút - þeir voru stórir.

Uppstilling á safninu.

Uppstilling á safninu.

Fullorðins gestirnir.

Fullorðins gestirnir.

Og börnin.

Og börnin.

Í tilefni dagsins - sú sveimhuga skreytt.

Í tilefni dagsins - sú sveimhuga skreytt.

Sú snögga var líka skreytt.

Sú snögga var líka skreytt.

Aðeins farið að makast út hjá þeim skapmikla.

Aðeins farið að makast út hjá þeim skapmikla.

Júlíveislur

Og þá er kominn júlí!

Á þriðjudegi fóru krakkar aftur í sinn hefðbundna pakka, sú sveimhuga fékk óvanalega mikið heimanám þar sem hún hafði verið í fríi á mánudegi – fór samt í íþróttatímann sinn og lærði svo frameftir.  Sú snögga hafði aftur á móti lítið heimanám þar sem kennarinn sagði að þau ættu að leika sér.

Á miðvikudegi fór sá skapmikli í heimsókn til vinar síns hér örlítið frá – systur voru tvær heima í rúma klukkustund.  Vinurinn er af aðeins öðru þjóðfélagsþrepi en við og var merkilegt að heimsækja hann – og voða gaman, ekki síst að synda í 33 gráðu heitu stóru lauginni í garðinum.  Fyrir kvöldmat kom bróðirinn aftur með fjölskylduna eftir heimsókn til Vínar og Bratislava.

Á fimmtudegi var heitt og því skroppið í Freibad eftir heimanám – gott að slaka á þar og kæla sig í vatninu.  Sú sveimhuga missti eina tönn til viðbótar og hafa þá samtals þrettán tennur dottið.

Á föstudegi skruppu bróðirinn og fjölskyldan í Albana, til Lichtenstein, Ævintýragarðinn og til Zwiefalten.  Hér heima þurfti að undirbúa afmæli.

Á laugardegi hafði hugmyndin verið að fara í dýragarðinn, en spáin var heit svo það var ákveðið að fara á safn, Löwentor, þar sem sjá mátti steingerfinga og beinagrindur – mjög skemmtilegt.  Þegar heim var komið skruppu bóndinn og bróðirinn í tjald í Waldhausen Ost og horfðu á leikinn þar í stórum hópi fólks.

Á sunnudegi var haldið fjölskylduafmæli fyrir þá snöggu, en hún verður 7 á mánudegi.  Hér var eldað afrískt og muffins í eftirmat.  Eftir að afmælinu lauk skruppum við í litlu Ameríku og tókum þátt í 4. júlí hátíðarhöldum með fyrrverandi nágrannanum.

Á mánudegi koma nokkrir bekkjarfélagar þeirrar snöggu og svo verður eitthvað bardúsað með gestunum í vikunni.  Hér er heitt – var yfir 30 stiga hiti á laugardegi og aðfararnótt sunnudags var brjálað þrumuveður, það stóð yfir í ríflega einn og hálfan klukkutíma um miðja nótt og vöknuðu flestir í húsinu.  Eitthvað svalara verður fram eftir viku en svo hitnar aftur.