Monthly Archives: ágúst 2010
Útilega í Austurríki – varúð, löng færsla
Á laugardegi þurfti að útrétta helstu nauðsynjar vegna útilegunnar, en af stað komst fjölskyldan þó fyrir hádegið. Pakkað var í bílinn, þó ekki meiru en svo að sæist út um allar rúður og allt með sem þurfti. Leiðin lá austur, fyrst í átt til München, þaðan til Salzborgar og en skammt þaðan fórum við út …
Continue reading „Útilega í Austurríki – varúð, löng færsla“
Góðir dagar – myndir
Góðir dagar
Á mánudegi var veðrið ekki til að hrópa húrra yfir, skýjað og svalt. Við fórum samt af stað fyrir hádegið, byrjuðum í Metzingen þar sem keyptir voru skór, þaðan ókum við svo í gegnum Bad Urach til Ulm. Þar var þungskýjað og rok, við fórum samt ótrauð upp í hæsta kirkjuturn í Evrópu, nema amman …
Riddarar og fleira flott.
Gestakomur
Vikan hefur liðið hjá í inniveru og almennu hangsi – að mestu. Á mánudagsmorgni byrjuðu systurnar á sumarnámskeiði á vegum Menntunarmiðstöðvar fjölskyldna hér í borg, þar bjuggu þær til strengjabrúður úr rusli, léku sér úti, sungu og skemmtu sér konunglega. Á meðan dundaði drengurinn sér heima með frúnni. Á þriðjudegi var kvennakaffi að vanda í …
Ferðamyndir
Ferðagleði
Á þriðjudegi fórum við í smá ferðalag – nema bóndinn sem hafði lagst veikur þegar hann kom heim úr vinnu á mánudegi. Ekið var niður að Bodensee og út á Mainau eyju sem er blómaeyja í eigu Bernadotte fjölskyldunnar – eða eignarhaldsfélagi þeirra. Þar eru blóm og tré út um allt, ofsalega fallegar skreytingar og …
Loksins sumarfrí – myndir
Loksins sumarfrí!
Og tíminn líður! Á mánudegi voru litli bróðir og frú send í örlítinn verslunarleiðangur til Metzingen og Reutlingen á meðan krakkar stunduðu sinn skóla og íþróttir að vanda. Á þriðjudegi skruppu skötuhjúin upp í Schwäbisku Albana að skoða vatnsuppsprettuna í Blaubeuren, kirkjuna í Zwiefalten og litla kastalann í Lichtenstein, á meðan gekk allt sinn vanagang …