Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2010

Útilegumyndir – varúð, margar myndir

Fyrsta nóttin í nýja tjaldinu að baki.

Fyrsta nóttin í nýja tjaldinu að baki.

Leikið úti í vatni.

Leikið úti í vatni.

Bílstjóri framtíðarinnar.

Bílstjóri framtíðarinnar.

Fyrsta myndin í seríunni - vill ekki vera hjá Lamadýri!

Fyrsta myndin í seríunni - vill ekki vera hjá Lamadýri!

Þvottabirnirnir vildu ólmir snerta puttana á þeirri sveimhuga.

Þvottabirnirnir vildu ólmir snerta puttana á þeirri sveimhuga.

Skapmikill Lukku Láki.

Skapmikill Lukku Láki.

Svakalegt brúðuleikhús!

Svakalegt brúðuleikhús!

Spenntir áhorfendur.

Spenntir áhorfendur.

Vatnið Bled í Slóveníu, í baksýn er kirkja úti í eyju.

Vatnið Bled í Slóveníu, í baksýn er kirkja úti í eyju.

Kastalinn fyrir ofan þorpið Bled.

Kastalinn fyrir ofan þorpið Bled.

Ég vil ekki standa á þessu torgi í Ljubljana.

Ég vil ekki standa á þessu torgi í Ljubljana.

Ég vil ekki vera á mynd í þessum kastala!

Ég vil ekki vera á mynd í þessum kastala!

Ég vil ekki vera hjá þessum steindreka í Ljubljana!

Ég vil ekki vera hjá þessum steindreka í Ljubljana!

Skemmtilegur gosbrunnur í Ljubljana - fætur voru fegnir að blotna smá þar.

Skemmtilegur gosbrunnur í Ljubljana - fætur voru fegnir að blotna smá þar.

Minnisvarði um pólitíska fanga sem grófu Ljubelj göngin yfir til Austurríkis.

Minnisvarði um pólitíska fanga sem grófu Ljubelj göngin yfir til Austurríkis.

Frans Josep, það var hægt að skauta á stöplinum - á crocks skóm.

Frans Josep, það var hægt að skauta á stöplinum - á crocks skóm.

Stefánskirkja í Vín á bak við ísunnendur frá Íslandi.

Stefánskirkja í Vín á bak við ísunnendur frá Íslandi.

Setið á bekk með Gosa.

Setið á bekk með Gosa.

Engin Sacherterta var snædd í þessari ferð.

Engin Sacherterta var snædd í þessari ferð.

Ósmekklegasti grafreiturinn, neðsta myndin er af manninum við bílinn sinn, konan er enn á lífi!

Ósmekklegasti grafreiturinn, neðsta myndin er af manninum við bílinn sinn, konan er enn á lífi!

Minnisvarði um Mozart.

Minnisvarði um Mozart.

Sú sveimhuga á baki risaskjaldböku með slöngu um hálsinn!

Sú sveimhuga á baki risaskjaldböku með slöngu um hálsinn!

Sá skapmikli prófaði líka í skriðdýragarðinum í Klagenfurt.

Sá skapmikli prófaði líka í skriðdýragarðinum í Klagenfurt.

Í kjafti T-Rex!

Í kjafti T-Rex!

Stegosaurus á bak við þá snöggu.

Stegosaurus á bak við þá snöggu.

Hliðið inn í Dachau.

Hliðið inn í Dachau.

Skálarnir voru 34, hver byggður fyrir um 200 fanga, þegar búðirnar voru frelsaðar voru allt að 2000 í hverjum þeirra.

Skálarnir voru 34, hver byggður fyrir um 200 fanga, þegar búðirnar voru frelsaðar voru allt að 2000 í hverjum þeirra.

Gengið niður að minnisvarða Gyðinga, Kaþólikkar og Mótmælendur eru líka með minnisvarða rétt við hliðina.

Gengið niður að minnisvarða Gyðinga, Kaþólikkar og Mótmælendur eru líka með minnisvarða rétt við hliðina.

Minnumst þeirra sem létu lífið og stöndum vörð um frið og frelsi allra.

Minnumst þeirra sem létu lífið og stöndum vörð um frið og frelsi allra.

Aldrei aftur og aska hins óþekkta fanga.

Aldrei aftur og aska hins óþekkta fanga.

Útilega í Austurríki – varúð, löng færsla

Á laugardegi þurfti að útrétta helstu nauðsynjar vegna útilegunnar, en af stað komst fjölskyldan þó fyrir hádegið.  Pakkað var í bílinn, þó ekki meiru en svo að sæist út um allar rúður og allt með sem þurfti.

Leiðin lá austur, fyrst í átt til München, þaðan til Salzborgar og en skammt þaðan fórum við út af hraðbrautinni og ókum sveitavegi alla leið að Faak am See, sem er lítið þorp stutt frá Faakersee vatninu, næsta borg er Klagenfurt.  Við komum á tjaldstæðið undir kvöldmat, í litlu vatni þar við léku krakkar sér og einnig voru nokkrar endur á svamli.

Tjaldið reis og eftir matinn fengu krakkarnir að fara aðeins út í vatnið, það var frekar grunt, tvær rennibrautir voru í því og var ágætt að fá að busla eftir langan dag í bílnum.

Á sunnudegi var ákveðið að taka daginn rólega, krakkarnir léku sér í vatninu, tóku þátt í gullleit á vegum barnagæslu tjaldstæðisins og nutu þess að vera til.  Eftir hádegið fórum við í svolítinn bíltúr, fórum í sumarbobbraut í dal skammt frá Faakersee, þar fór stólalyfta upp í um 600 metra hæð og niður fórum við í 4 bobstólum á braut.  Svaka fjör þar.

Þaðan fórum við á safn á sveitabæ, þar var mikið af uppstoppuðum dýrum frá Evrópu, Afríku og Kanada.  Einnig voru ýmis dádýr, lama, þvottabirnir og önnur dýr í búrum eða á opnum svæðum sem við gátum gengið um.  Þar hófst myndasería af þeim skapmikla sem heitir „Ég vil ekki vera með á myndinni!“

Eftir að við komum til baka á tjaldstæðið horfðu krakkarnir á brúðuleikrit sem sýnt var fyrir framan búðina, sá skapmikli gafst að vísu upp um miðbikið þegar leikritið var orðið of hræðilegt – það var samt hægt að tala hann til svo hann horfði á til enda!

Á mánudegi ókum við suður til Slóveníu, við fórum hraðbraut og í gegnum Karawankengöngin, það var merkilegt að þar sem landamærin voru inni í fjallinu breyttust göngin, þau voru minna upplýst og dekkri Slóveníumegin.

Við ókum niður að vatni sem heitir Bled og er ákaflega fallegt, þar hittum við hóp af Íslendingum frá Akureyri, Húsavík, Dalvík og víðar.  Þau voru á ferðalagi með verkalýðsfélaginu Iðju.  Frá Bled fórum við suður til Ljubljana, gengum um miðborgina þar og tókum litla lest upp að kastalanum fyrir ofan borgina.

Á heimleiðinni var hugmyndin að fara í gegnum Wurzenpass, en það var heilmikil umferðartöf á þeirri leið svo við beygðum snarlega af hraðbrautinni og fórum þess í stað Ljubelj göngin.  Þau liggja frekar hátt í Ölpunum (yfir 1000 m hæð) og á leiðinni upp að þeim sáum við minnisvarða sem við ákváðum að stoppa við.  Þar stóð að þessi göng höfðu verið byggð af pólitískum föngum í Seinnastríði, þeir höfðu verið fluttir frá Mauthausen í þessar vinnubúðir, fangar sem voru of veikir til að vinna voru fluttir til baka og myrtir í aðalbúðunum í Austurríki.  Rústir búðanna eru enn til staðar og gengum við um þar og var áhrifamikið að keyra í gegnum göngin sjálf.

Krakkarnir léku sér svo við nýja félaga á tjaldstæðinu og við fórum á veitingastað um kvöldið.

Á þriðjudegi ókum við norður til Vínar, það var um fjögurra tíma keyrsla hvora leið, við gengum svolítið um borgina, sáum dómkirkju heilags Stefáns, fiðrildasafn, styttu af Franz Joseph og enduðum á því að ganga um kirkjugarð þar sem eru minnisvarðar um helstu tónskáld landsins auk ósmekklegasta grafreits sem við höfum á ævinni séð! (Sjá mynd).

Á heimleiðinni ókum við í gegnum svakalegt þrumuveður, rúðuþurrkurnar höfðu engan vegin við og það var fljót á veginum.  Við sáum í anda að aðkoman að tjaldstæðinu yrði rosaleg!  Þegar við komum þangað um miðnætti komum við krökkunum í ró, flestir svefnpokanna voru þurrir – en við sáum að dótið okkar sem hafði verið í miðrýminu var horfið!  Handklæðin sem höfðu hangið úti til þerris voru haugdrullug á borði fyrir utan og allt í drullu og bleytu.

Á meðan frúin reyndi að skola og hengja til þerris náði nágrannakona  tali af bóndanum og sagði að dótið okkar væri hjá þeim og við næsta húsbíl.  Við tókum dótið okkar og komum því í skjól í bílnum okkar og ákváðum að taka á málunum daginn eftir.

Á miðvikudegi hafði ætlunin verið að keyra niður til Ítalíu, en hætt var við þau plön.  Krakkarnir voru send í gæsluna sem var með aðstöðu inni  til að leika því svalt var þennan morguninn, en á meðan var sett í þvottavélar og reynt að þurrka og ganga frá dótinu okkar.

Þegar við þökkuðum nágrannanum fyrir að bjarga dótinu sagði hann okkur að veðrið hefði verið svo svakalegt að fljót hefði runnið í gegnum mitt tjaldið okkar, hann hefði hlaupið til og dregið dótið í skjól hjá sér og fengið annan mann til með sér að halda tjaldinu okkar svo það fyki ekki í burtu!  Veðrið stóð í 20 til 30 mínútur og neðri hluti tjaldstæðisins hafði verið eins og stöðuvatn, um 20 sm djúpt! Urðum við hjónin hugsi yfir því hvað hefði orðið um dótið okkar hefðum við lent í þessum aðstæðum á tjaldstæði á Íslandi.

Um miðjan dagin fórum við til Klagenfurt og fórum á skriðdýrasafn þar og í IKEA þar sem koddi frúarinnar hafði eyðilagst í bleytunni.

Á fimmtudegi gegnum við frá, leyfðum krökkunum að leika sér í vatninu á meðan við pökkuðum saman, ákveðið var að kíkja á Dreiländeneck sem var stutt frá okkur, en þegar þangað var komið sáum við að kláfurinn sem fer upp að þriggjalanda mörkunum var lokaður í hádeginu – einmitt þegar við vorum þar.

Við ókum sem leið lá eftir hraðbrautum alla leið til Dachau þar sem við höfðum ákveðið að stoppa, við komum þangað klukkan 5, akkúrat þegar safnið lokaði!  Við gengum samt um búðirnar og það var átakanlegt eins og við var að búast.  Þetta er saga sem ekki má gleymast og aldrei verða endurtekin.

Heim komum við seint að kvöldi eftir ánægjulega og merkilega útilegu.

Á föstudegi var þvottadagurinn mikli þar sem þvottavélin á tjaldstæðinu var afspyrnu léleg og þurfti að þvo bókstaflega allt sem farið hafði með, um kvöldið verður barnaafmæli, ferð á laugardegi og matargestir á sunnudegi.  Í næstu vikur stendur annað ferðalag fyrir dyrum.

Góðir dagar – myndir

Ulm Münster - næstum því efst á myndinni er útsýnirpallurinn sem við fórum á.

Ulm Münster - næstum því efst á myndinni er útsýnirpallurinn sem við fórum á.

Séð yfir Dóná, Ulm til hægri og Neu Ulm til vinstri.

Séð yfir Dóná, Ulm til hægri og Neu Ulm til vinstri.

Orgel kirkjunnar og vígbúinn engill þar fyrir neðan.

Orgel kirkjunnar og vígbúinn engill þar fyrir neðan.

Skemmtilegur gosbrunnur í Ulm - hægt að bleyta sig MIKIÐ!

Skemmtilegur gosbrunnur í Ulm - hægt að bleyta sig MIKIÐ!

Staðið með bakið í Ulm, bókasafnið er glerpíramídinn vinstra megin við kirkjuna, þetta hverfi heitir Fischerstechen.

Staðið með bakið í Dóná, bókasafnið er glerpíramídinn vinstra megin við kirkjuna, þetta hverfi heitir Fischerstechen.

Borðað á Bella Roma.

Borðað á Bella Roma.

Loksins 4!

Loksins 4!

Kakan skreytt af miklum móð.

Kakan skreytt af miklum móð.

Búið að syngja - Búlgararnir ekki mættir.

Búið að syngja - Búlgararnir ekki mætt.

Róið á Dóná.

Róið á Dóná.

Vinafólkið.

Vinafólkið.

Eitt af fallegu húsunum í Tübingen, Neckargasse 2.

Eitt af fallegu húsunum í Tübingen, Neckargasse 2.

Biskmark turninn ofan við Tübingen - útsýnið er heldur minna en það var fyrir 100 árum.

Biskmark turninn ofan við Tübingen - útsýnið er heldur minna en það var fyrir 100 árum.

Blómið við Ammergasse skoðuð.

Blómið við Ammergasse skoðuð.

Sá skapmikli vildi ekki vera með á myndinni fyrir framan ráðhúsið.

Sá skapmikli vildi ekki vera með á myndinni fyrir framan ráðhúsið.

Grænmetis og blómamarkaðurinn á ráðhústorginu.

Grænmetis og blómamarkaðurinn á ráðhústorginu.

Blómahaf við Ammerkanal fyrir framan Nonnenhaus.

Blómahaf við Ammerkanal fyrir framan Nonnenhaus.

Góðir dagar

Á mánudegi var veðrið ekki til að hrópa húrra yfir, skýjað og svalt.  Við fórum samt af stað fyrir hádegið, byrjuðum í Metzingen þar sem keyptir voru skór, þaðan ókum við svo í gegnum Bad Urach til Ulm.  Þar var þungskýjað og rok, við fórum samt ótrauð upp í hæsta kirkjuturn í Evrópu, nema amman sem beið inni í kirkjunni.

Upp þrepin 768 fóru allir, þrátt fyrir rok í efsta stiganum og erfiðleika við að mæta fólki á niðurleið – þegar við sáum einfætta manninn á hækjunum þarna uppi var ákveðið að ekkert væri þess virði að kvarta yfir á þessum stað!  Á leiðinni niður rann sá skapmikli tvö þrep, svo frúin bar hann niður restina, eitthvað á sjötta hundrað þrep.

Eftir að hafa skoðað kirkjuna að innan fórum við út að skoða borgina, þá fór að rigna.  Við gengum samt svolítið um, ætluðum að skoða flotta bókasafnið að innan, en það er lokað á mánudögum.  Við gengum niður að Dóná og aðeins inn í gamalt fallegt hverfi sem er kallað fischerstechen.  Síðan fengum við okkur heitt að drekka og ókum frá Ulm yfir til Zwiefalten til að skoða flottu kirkjuna þar.

Bílaleigubílnum var skilað fyrir kvöldmat.

Á þriðjudegi var útréttað svolítið, veðrið var ekkert sérstakt, en amman og afinn gengu þó með krökkunum upp að bóndabæ og afinn fór líka á Wanne leikvöllinn með þeim á meðan frúin og amman útréttuðu.  Um kvöldið var farið út að borða á Bella Roma.

Á miðvikudegi rann upp afmælisdagur, sá skapmikli var loksins fjögurra ára!  Hann var að vísu frekar á því að hann væri 5 eða jafnvel 6, en vissi þó hversu mörgum puttum átti að halda uppi og gat talið þá til að komast að rétta svarinu.  Krakkarnir skreytu köku og þrír gestir komu, ein amerísk og tvö búlgörsk.

Á fimmtudegi lagaðist veðrið aðeins, fyrripartinn fór frúin með börnum og afanum að sigla á Dóná á kanóum, með bekkjarsystur þeirrar sveimhuga og hennar fjölskyldu.  Það var ótrúlegt að upplifa það að sjá ekki aðra en okkur! Fjölskyldan lenti í myndatöku fyrir útivistarblað sem gefið verður út næsta vor.

Eftir hádegið fóru allir með strætó niður í bæ, röltum aðeins þar um og hittum síðan bóndann.  Við fórum í skoðunarferð upp á Schlossberg og sáum Bismark minnismerkið sem er ákaflega merkilegt.

Á föstudegi fóru frúin og amman aðeins í bæinn, amman var svo skilin eftir þar á meðan hin voru sótt.  Við gengum aðeins um miðborgina, borðuðum Currywurst og fórum á leikvöllinn.  Síðan var slakað á heima á palli, krakkarnir léku sér í litlu lauginni þangað til gestirnir voru keyrðir á lestarstöðina.  Heimsókn lokið í þetta skiptið.

Á morgun, laugardag, fer fjölskyldan í sumarfrí til suð-austur Austurríkis.  Þar verður tjaldað í tæpa viku og vonandi margt skoðað.

Næst á dagskrá eru tvö ferðalög, eftir þau byrjar skólinn og svo fáum við næsta gest.

Riddarar og fleira flott.

Mikið hefur verið perlað í vikunni.

Mikið hefur verið perlað í vikunni.

Brúðurnar komnar heim, gíraffi og ugluungi með eggið sitt.

Brúðurnar komnar heim, gíraffi og ugluungi með eggið sitt.

Í Lichtenstein kastala.

Í Lichtenstein kastala.

Líkamsræktaræfingar teknar misjafnlega alvarlega í berfótagöngunni.

Líkamsræktaræfingar teknar misjafnlega alvarlega í berfótagöngunni.

Við fimmta og síðasta hliðið inn í Hohenzollernkastala.

Við fimmta og síðasta hliðið inn í Hohenzollernkastala.

Fangar?

Fangar?

Rómverskir riddarar - að ráðast inn í Þýskaland!

Rómverskir riddarar - að ráðast inn í Þýskaland!

Tilbúnir í bardagann.

Tilbúnir í bardagann.

Barist af miklum móð.

Barist af miklum móð.

Þjóðverjarnir liggja í valnum.

Þjóðverjarnir liggja í valnum.

Vígalegur Rómverji - með bjarnarfeld.

Vígalegur Rómverji - með bjarnarfeld.

Nýr bær í safn bóndans.

Nýr bær í safn bóndans.

Egg af safninu.

Egg af safninu.

Sá skapmikli hitti héra.

Sá skapmikli hitti héra.

Gestakomur

Vikan hefur liðið hjá í inniveru og almennu hangsi – að mestu.

Á mánudagsmorgni byrjuðu systurnar á sumarnámskeiði á vegum Menntunarmiðstöðvar fjölskyldna hér í borg, þar bjuggu þær til strengjabrúður úr rusli, léku sér úti, sungu og skemmtu sér konunglega.  Á meðan dundaði drengurinn sér heima með frúnni.

Á þriðjudegi var kvennakaffi að vanda í kjallaranum, fámennt en góðmennt í sumarfríinu.

Á miðvikudegi eyddu sá skapmikli og frúin fyrripartinum niðri í bær með búlgörskum vinum á meðan stúlkurnar voru á námskeiði – drengurinn var reyndar svolítið hissa á því að þau mæðginin væru endalaust í sumarfríi, allan daginn alltaf hreint!

Á fimmtudegi voru bakaðar múffur þegar stúlkur komu heim, hér var perlað og dundað eins og hina dagana.

Á föstudegi lauk námskeiðinu með leiksýningu þar sem brúðurnar voru sýndar – var það mjög skemmtilegt.  Seinnipartinn fór fjölskyldan öll saman í sund því sú snögga vill endilega verða synd áður en til Íslands verður flutt.

Eftir sundið fórum við í gamla sláturhúsgarðinn í bænum, fengum grillaðar pylsur og franskar í kvöldmat og horfðum svo á bíó undir berum himni!  Myndin var „Skrekk að eilífu“ og það merkilega var að meira segja sá skapmikli vakti til enda.  Var þetta ákaflega góð skemmtun.

Við komum heim seint og um síðir, það var farið að halla í miðnætti þegar allir voru komnir í ból – sem voru á leið í rúmið á annað borð, en frúin skaust til Stuttgart og sótti foreldra sína klukkan að verða eitt.

Á laugardagsmorgni var mikil gleði að hitta ömmu og afa, bílaleigubíll var sóttur fyrir þau og þau svo dregin af stað í skoðunarferðir, að Lichtenstein kastala, páskaeggjasafnið reyndist lokað en við enduðum í berfótagöngunni í Hechingen.

Á sunnudegi komumst við af stað fyrir hádegið, byrjuðum á Hohenzollern kastala og fórum þaðan á Rómverjahátíð á safni við Hechingen þar sem Rómarriddarar í fullum herklæðum börðust við lítt hervædda Þjóðverja – þetta var ROSALEGT! Í það minnsta að mati þess skapmikla.  Rómverjarnir voru ítalskir að sjálfsögðu – þetta var alvöru.

Síðasta stoppið var páskaeggjasafnið sem er bara opið á sunnudögum.

Áfram verður haldið með skoðunarferðir á mánudegi og borgin heimsótt eftir það.

Gott er að hafa góða gesti.

Ferðamyndir

Þetta stóra blóm er við innganginn á Mainau eyju.

Þetta stóra blóm er við innganginn á Mainau eyju.

Lítill lækur sem rennur út í sjó, umkringdur fallegum blómum og flísalagður gylltum flísum í botninum.

Lítill lækur sem rennur út í sjó, umkringdur fallegum blómum og flísalagður gylltum flísum í botninum.

Kirkjan í Mainau er litla systir kirkjunna í Zwiefalten.

Kirkjan í Mainau er litla systir kirkjunna í Zwiefalten.

Gingko eða Musteristré ein einkennistré einhverra úr fjölskyldunni.

Gingko eða Musteristré er einkennistré einhvers úr fjölskyldunni.

Sú sveimhuga að fóðra lítinn apa.

Sú sveimhuga að fóðra lítinn apa.

Sá skapmikli treysti sér til að gefa öpunum í þetta skiptið.

Sá skapmikli treysti sér til að gefa öpunum í þetta skiptið.

Og sú snögga gaf þeim sem voru með mjúka putta.

Og sú snögga gaf þeim sem voru með mjúka putta.

Lítil stúlka rétti poppið í skóflunni sinni - apinn var ekki lengi að grípa skófluna og príla upp í tré!

Lítil stúlka rétti poppið í skóflunni sinni - apinn var ekki lengi að grípa skófluna og príla upp í tré!

Rigningin er góð - fínir pollar til að skvetta og sulla.

Rigningin er góð - fínir pollar til að skvetta og sulla.

Drekafluga í heimsókn úti á palli.

Drekafluga í heimsókn úti á palli.

Risastór dropasteinn í Nebelhöhle.

Risastór dropasteinn í Nebelhöhle.

Afsagaður dropasteinn - er ekki ólíkur trjástofni.

Afsagaður dropasteinn - er ekki ólíkur trjástofni.

Svakaleg rennibraut í Traumland.

Svakaleg rennibraut í Traumland.

Sykurfrauð etið af mikilli list - samt var ekki lyst til að klára það!

Sykurfrauð etið af mikilli list - samt var ekki lyst til að klára það!

Hringekja á fullri ferð.

Hringekja á fullri ferð.

Ferðagleði

Á þriðjudegi fórum við í smá ferðalag – nema bóndinn sem hafði lagst veikur þegar hann kom heim úr vinnu á mánudegi.

Ekið var niður að Bodensee og út á Mainau eyju sem er blómaeyja í eigu Bernadotte fjölskyldunnar – eða eignarhaldsfélagi þeirra.  Þar eru blóm og tré út um allt, ofsalega fallegar skreytingar og virkilega skemmtilegir garðar að ganga um.  Barokkhöll þeirra og kirkja eru efst á eyjunni og er kirkjan opin almenningi.  Stutt frá innganginum eru nokkur dýr og risastór og skemmtilegur leikvöllur – krakkarnir voru lítið klædd í bílnum þaðan, þar sem þau blotnuðu töluvert við leik þar.

Frá Mainau ókum við niður í Konstanz og keyrðum aðeins um borgina, tókum svo ferjuna yfir til Meersburg og fórum austur í Affenberg þar sem við gáfum öpum poppkorn, skoðuðum storka og hjartardýr – eitt þeirra kom alveg upp að þeirri snöggu og þefaði af henni, og það var ekki girðing á milli!

Heim var svo haldið eftir góðan dag.

Á miðvikudegi skruppu gestirnir norður til Ludwigsburg og skoðuðu íburðinn þar, en hér heima var dúllast og leikið sér fyrripartinn en seinnipartinn skrapp frúin með krakkana til fyrrverandi nágrannans svo bóndinn gæti slakað á í friði. Bíl gestanna var svo skilað með kvöldinu.

Á fimmtudegi erinduðu gestirnir í bænum, hér var slakað á.  Sá skapmikli fór til vinar síns eftir hádegið í heimsókn.  Frúin skaust með gestina í Ritter Sport til að birgja þau upp af súkkulaði.

Á föstudegi voru gestirnir dregnir í berfótagöngu -frúin skrapp með þeim í það, eftir hádegið fór bóndinn (þá orðinn hressari) með krakkana í heimsókn til vina og frúin keyrði gestina á flugvöllinn í Frankfurt og heim aftur.

Um helgina hafði verið uppi hugmynd um að fara í útilegu, en á laugardagsmorgni var sá skapmikli boðinn til vinar síns þar sem þeir sjást svo ekki í rúmar 3 vikur!

Eftir hádegið fór fjölskyldan í ferð upp í Albana að skoða helli, Nebelhöhle heitir hann.  Það var ákaflega fallegur dropasteinshellir.

Á sunnudegi var aftur keyrt í Albana, í þetta skiptið í lítinn skemmtigarð sem heitir Traumland og er rétt við Bärenhöhle helli.  Hafði það verið lengi á dagskrá að skoða þennan garð.  Allir skemmtu sér vel og komu nokkuð þurrir heim aftur – þrátt fyrir smá þrumuveður.

Þá er hægt að strika yfir tvennt sem var á listanum yfir það sem átti eftir að gera – nóg er víst eftir enn!

Enn er tilhlökkun yfir gestakomum – alla vega hjá þeim sem vita að von er á gestum á föstudaginn, en ekki hefur það enn verið opinberað yngri meðlimum. 🙂

Loksins sumarfrí – myndir

Sú sveimhuga skipti um handklæði um daginn - það var enginn hangi á því...

Sú sveimhuga skipti um handklæði um daginn - það var enginn hanki á því...

Staðgóði hádegisverðurinn "brauð með tómatsósu" snæddur!

Staðgóði hádegisverðurinn "brauð með tómatsósu" snæddur!

Sámóðguð leðurblaka sem kvartaði hástöfum yfir truflun á dagsvefni.

Sámóðguð leðurblaka sem kvartaði hástöfum yfir truflun á dagsvefni.

Vatnið var ískalt - en það var samt gaman að sulla í því.

Vatnið var ískalt - en það var samt gaman að sulla í því.

Systur búnar að fá ísspaghetti - frekar spennandi!

Systur búnar að fá ísspaghetti - frekar spennandi!

Strákurinn fékk íslirfu.

Strákurinn fékk íslirfu.

Það tók lengstan tíma að fá þennan - enda ávextirnir ekkert smá flottir.

Það tók lengstan tíma að fá þennan - enda ávextirnir ekkert smá flottir.

Sá skapmikli ætlaði nú ekki að taka þátt í þessari myndatöku.

Sá skapmikli ætlaði nú ekki að taka þátt í þessari myndatöku.

Loksins sumarfrí!

Og tíminn líður!

Á mánudegi voru litli bróðir og frú send í örlítinn verslunarleiðangur til Metzingen og Reutlingen á meðan krakkar stunduðu sinn skóla og íþróttir að vanda.

Á þriðjudegi skruppu skötuhjúin upp í Schwäbisku Albana að skoða vatnsuppsprettuna í Blaubeuren, kirkjuna í Zwiefalten og litla kastalann í Lichtenstein, á meðan gekk allt sinn vanagang hér.  Eftir leikfimi gengum við bóndabæjarhringinn með mágkonunni.

Á miðvikudegi var skólaslitamessa í kaþólsku kirkjunni, þar sem sú sveimhuga tók þátt í helgisöngleiknum „Týndi sonurinn“ sem hafði verið æfður í AG undanfarna miðvikudaga.  Það gekk ljómandi vel hjá þeim.  Eftir messuna fóru hjónaleysin í kastalann í Hohenzollern og sýnisferð til Erpfingen án þess þó að stoppa á páskaeggjasafninu.

Eftir hádegið var verandarhátíð í leikskólanum hjá þeim skapmikla, kennararnir voru með leikþátt um upphaf skólagöngu í tilefni af því að 6 börn af deildinni eru að hætta.  Pönnsurnar ruku út að vanda og er þörf á því að þýða uppskriftina yfir á þýsku svo hægt verði að dreifa henni!

Eftir hátíðina var kvöldverðurinn snæddur á Bella Roma, öllum til mikillar ánægju – loksins komið sumarfrí!

Á fimmtudegi var dúllast hér heimavið – skutlast í afmælisgjafaleiðangur og seinnipartinn fór sá skapmili í afmæli til vinar síns.  Á meðan fóru hinir sem heima voru í búðarleiðangur þar sem margt var skoðað.

Á föstudegi var áætlunin sú að ganga niður í bæ upp úr hádegi og skoða borgina, við lögðum af stað niður skógarstíginn en lentum í þvílíkri rigningu að ekki var annað hægt en að snúa við – að sjálfsögðu stytti upp áður en við komum heim, en sá skapmikli var býsna sáttur við að rassinn var ekki blautur þegar hann var kominn úr öllu  – svo mikið blotnuðum við.

Litli bróðir og frú fóru í smá leiðangur á meðan skúffukakan bakaðist, eftir kaffið skruppum við niður á leikvöll í Wanne.

Á laugardegi stóð stór göngutúr fyrir dyrum – gengið var niður til Bebenhausen, þaðan yfir til villisvínanna fyrir norðan bæinn.  Frá þeim gengum við norð-vestan við bæinn að grillsvæði við Goldersbach ána og þar stóð til að grilla.  Sökum mikilla rigninga undanfarna daga gekk það þó ekki, svo rúnstykki með tómatsósu varð hádegismaturinn!  Krakkarnir nutu þess að leika í ískaldri ánni og hápunkturinn var þegar við áttuðum okkur á því að tvær litlar leðurblökur voru upp við rjáfur í skýlinu við eldstæðið.  Eftir heimkomuna um taldist okkur til að líklegast hefðum við gengið um 10 kílómetra – krakkarnir voru að vísu með hlaupahjól.

Á sunnudegi komumst við niður í bæ, fórum með strætó í þetta skiptið.  Það var sunnudagsopnun verslana og töluvert um manninn í bænum.  Við byrjuðum á því að borða hádegismat á ísveitingastað – frekar skemmtilegt, gengum upp að kirkjunni, kastalanum, í gegnum eyjuna og þvældumst aðeins um bæinn og enduðum á leikvellinum eins og vanalega.

Á mánudegi tók unga fólkið sér bílaleigubíl og skruppu í Rínardalsferð, systur fara í stúlknaafmæli seinnipartinn en annars er bara leikið og þess notið að vera í fríi.

Aðeins hefur hlýnað og stytt upp, sú sveimhuga les Andrésar Andar Syrpu, sú snögga æfir sig daglega á blokkflautu og sá skapmikli hefur gaman af því að vera í fótbolta með frænda sínum.

Næstu daga á að reyna að nýta með gestunum eins og hægt verður – og senda þau hingað og þangað í ferðir.