Rólegheita dagur framan af – spjallað við frænkur, frænda, ömmur og afa á skype, krakkar léku sér fram eftir, skúffukaka bökuð og svo lagt af stað í gönguferð um Schönbuch. Gengið stóran hring héðan að heiman með nesti í tösku og svo heim aftur framhjá bóndabænum.
Þegar heim var komið voru allir drifnir í sparigalla og niður í bæ, með kökuna, þar sem við vorum boðin í sextugsafmæli til Siggu, en hún fer heim til Íslands í næstu viku. Þar enduðum við á söng áður en heim var haldið beint í bólið.
Góð og róleg helgi að baki – framundan eru síðustu þrír skóladagar systra og svo hefst langþráð sex vikna sumarfrí með endalausum uppákomum, eða svo til.