Á þriðjudaginn fyrir viku síðan átti sá skapmikli afmæli, loksins orðinn þriggja ára! Dagurinn hófst á því að pakkar voru opnaðir í hjónarúminu og kom margt spennandi í ljós, alls konar bílar, borvél, bóndabær og margt fleira. Hafa þurfti hraðar hendur til að koma batteríum í allt sem þau þurfti og prófa allar græjurnar áður en haldið var á vit ævintýranna í Legolandi.
Fyrsta stopp dagsins var þó hjá fyrrverandi nágrannanum, móður hennar og strákunum þremur. Þaðan var ekið í samfloti í Legoland og garðurinn tekinn með trompi, sulli og mikilli ánægju – margt varð þó eftir sem skoða verður í næstu ferðum.
Þaðan fórum við heim til Nadine og Thorstein í Neu-Ulm og fengum kvöldmat og einn stóran pakka í viðbót. Oscar, stóri hundurinn, átti hug þeirra og er mikil tilhlökkun til næstu heimsóknar þangað.
Ekið var svo heim í myrkri, allir beint í rúmið því stóra ferðalagið var framundan.