Hæ, hó, jibbý jei og jibbý jei!
Það voru svolítið blendnar tilfinningar hér á bæ með það að vera að fara í skóla og leikskóla á þessum degi – bót í máli að vera með pönnsur og fána.
Á meðan á áþján systranna gekk (skógarferð hjá þeirri snöggu) voru frúin og sá skapmikli heima í rólegheitum. Frúin fékk sér fót- og handsnyrtingu úti á palli í sólinni ásamt hefðbundu stússi og spileríi við litla manninn, sem var afi Gummi í dag.
Eftir heimanám fórum við niður í bæ, keyptum leikföng og ís og fórum á leikvöllinn. Á leiðinni þangað sagði sú sveimhuga að þetta væri nú ekki ólíkt 17. júní heima, iðandi mannlíf í bænum – en betra veður. Bóndinn kom svo í grasagarðinn og við röltum í leit að veitingastað þar sem pasta væri á boðstólunum. Á leiðinni þangað rákumst við á hálf íslenskan dreng sem talaði ljómandi góða íslensku, amma hans og afi höfðu víst haldið honum við.
Við fundum fínan stað og sú snögga spurði hvort við gætum borðað þar aftur að ári.
Á leiðinni heim í strætó kíktum við inn til Siggu á Dómkirkjutorginu – svona til að kasta hátíðarkveðju á hana.