Þrif og smáfuglar

Föstudagsþrifum var flýtt um einn dag, þar sem morgundagurinn (og föstudagar héðan í frá almennt) verður mjög annasamur.  Þegar frúin og sá skapmikli komu heim frá skutlinu var verið að malbika í brot í bílastæðinu hér fyrir utan, svo við stóðum í um hálfa klukkustund á svölunum og fylgdumst með körlunum.

Svo var skellt í þriðja gír, þrifið, skipt á rúmum, þvegið og skúrað áður en stelpur voru sóttar.  Sú sveimhuga var óvenju snögg að læra svo eftir það var pakkað niður vatni og nesti og gengið niður í bæ.

Við héngum á leikvellinum í dágóða stund áður en lagt var af stað heim aftur – á meðan krakkarnir léku sér komu tveir spörfuglar og átu molana sem hrunið höfðu niður hjá krökkunum þó að ég sæti alveg ofan í þeim.

Við tókum svo strætó heim og höfðu pizzu í kvöldmatinn.