Þetta er ein af mínum uppáhaldsuppskriftum og ein af fáum sem ég hef gert mjög oft. Það er hluti af jólaundirbúningnum á mínu heimili að búa til Rice Crispies en þær flokkast líklega ekki undir hefðbundnar smákökur.
100 gr Rice Crispies
100 gr súkkulaði
60 gr smjörlíki
3-4 msk síróp
Smjörlíki og súkkulaði brætt í potti, sírópi bætt út í og öllu blandað vel saman. Rice Crispies er svo hellt út í. Setjið í lítil pappírsform.