Ofnbakaður fiskur með aspas

Þessi uppskrift er fengin hjá samstarfskonu Óla. Það er mjög fljótlegt að útbúa þetta og þetta er mjög gott.

500 g fiskur(ýsa eða þorskur)
Hálf askja af smurosti(skinkuosti)
1 1/2 msk af majonesi
Lítil dós aspas(227 g)
Rifinn ostur
Salt og pipar

1. Blandið saman smurosti, majonesi og safanum af aspasinum og hrærið saman í sósu(passa að hafa hana ekki of þunna).

2. Kryddið fiskinn og setjið í eldfast mót.

3. Dreifið aspasinum yfir og svo sósunni.

4. Rífið ost og dreifið honum yfir.

5. Bakið í ofni þar til osturinn er bráðinn.