Ísdraumur

2 l vanilluís
2 dl romm
240 gr rúsínur
100 gr möndlur
200 gr suðusúkkulaði
Þeyttur rjómi

1. Látið rúsínurnar liggja í romminu í einn eða tvo sólarhringa. Hafið lok á ílátinu, geymist við stofuhita.
2. Saxið möndlur og súkkulaði
3. Takið ísinn úr frystinum og skorinn í litla bita.
4. Sett í stóra skál með möndlum, súkkulaði og rúsínum og hrært í snarheitum því ísinn má ekki bráðna.
5. Sett í form og geymt í frysti þar til hann er borinn á borð.
6. Borið fram með þeyttum rjóma.