Rosagóður hakkréttur

Þessa uppskrift bjó ég til „all by myself“, vá hvað ég er hugmyndarík og dugleg. Ég setti þessa uppskrift inná www.eldhus.is og þar fann Hrönn, kærasta Svenna bróður, hann og þau elduðu hann án þess að vita hver höfundurinn væri. En ég get svo sannarlega mælt með þessum rétti, þó að ég hafi bara búið hann til tvisvar því hann er ROSAgóður 🙂

300 g hakk
150 g spaghetti
1/2 rauð paprika
4 stórir sveppir
4 hvítlauksgeirar
2-4 tsk Salsasósa
Mariachi flögur með ostabragði eða því sem þér finnst best. Magnið fer eftir þínum smekk.
Svartur pipar
Karrí
Ólífuolía

1. Sjóðið spaghetti samkv. leiðbeinginum á umbúðum.

2. Skerið hvítlauk, papriku og sveppi í litla bita. Steikið í ólífuolíu. Kryddið með karrí og svörtum pipar. Takið af pönnunni.

3. Setjið hakkið á pönnuna, steikið og kryddið eins og ykkur finnst best. Bætið salsasósu út í.

4. Blandið spaghetti, grænmeti og hakki saman í skál. Myljið flögurnar út í.

5. Það er líka hægt að breyta réttinum t.d. með því að hafa annað grænmeti, meira spaghetti eða eitthvað.

6. Verði þér að góðu.