Jæja langt um liðið.
- Við erum flutt í Seljahverfið og líkar okkur það vel.
- Við erum loksins búin að skrá okkur í sambúð
- Netið bara var að koma í lag og getum við núna verið á netinu í báðum tölvunum í einu;)
- Erum komin með nýtt heimasímanúmer. Þeir sem vilja vita verða að hafa samband við okkur.Â
- Erum búin að fara á jólahlaðborð með vinnunni minni, geggjaður matur:)
- Erum búin að vinna MIKIí.
- Hrafnkell er búinn að fara norður að spila á tónleikum og taka upp tvö lög.
- Við erum búin að gera laufabrauð með fjölskyldunni.
- Ég er búin að baka fullt af sörum.
- Jólasveinarnir eru búnir að vera mjög góðir við okkur þetta árið og hafa þeir alltaf laumað einhverju í skóna hjá okkur. Meira segja hafa þeir sett skóna okkar út í glugga ef þess hefur þurft. Já þetta eru góðir karlar:)
- Núna eru jólin að ganga í garð og allar líkur á því að við förum norður þessi jólin. Keyrum sennilega á föstudagsmorgun og komum aftur suður á jóladag. Ætlum að vera í Reykjavík um áramótin.
Ps.. Ég er ekki orðin tvöföld afasystir en ísta er skrifuð inn í dag svo þetta er voða spennandi. Læt vita þegar eitthvað gerist þar:)