Smá uppfærsla úr lí­fi okkar

Jæja helst í­ fréttum er :

*Saumaklúbburinn kom til mí­n um daginn og það var auðvitað rosa gaman að hitta þær, allar komust nema Svana og Dröfn en þær komast vonandi næst:) (verðum að fara að finna nafn stelpur)

* Á laugardaginn fyrir rúmri viku fórum við Hrafnkell í­ sextugs afmæli til Lalla, þangað mættu hátt í­ 200 manns og mikil gleði þar á bæ.

* Ég fór á Dior kynningu í­ Bláa lóninu fyrir um tveimur vikum. Kynningin/námskeiðið stóð í­ 7 klst og var maður orðin nokkuð þreyttur eftir. Fengum samt mjög góðan hádegismat í­ lóninu, það var steinbí­tur og silungur á kúskús með grænmeti og sósu.

* Á fimmtudeginum var haldinn opnunarhátí­ð í­ Frí­höfninni og mættu þangað um 300 manns. Við fengum snyttur, pinnamat, rauðví­n, hví­tví­n og bjór eins og okkur langaði. Þetta hittist þannig á að við vorum búin að vinna 12 tí­ma vakt þegar partí­ið byrjaði og mikið stress og álag var búið að vera á öllum daginn áður og þennan sama dag. Fólk hafði einnig lí­tið komist frá til að fá sér að borða um daginn og því­ var engin furða að fólk færi rúllandi þarna út milli 19 og 20;) Sí­ðan var haldið á skemmtistað í­ Keflaví­k og dansað fram á kvöld. Ég var nú orðin ansi þreytt og var komin heim um 10 leytið, þá var Hrafnkell búinn að elda svona lí­ka fí­nt lasagne handa okkur. Ég get sko alveg sagt að þetta var eitt það besta fyllerí­ sem ég hef farið á, maður þurfti lí­tið, byrjaði snemma, var komin snemma heim og fékk góðan mat fyrir svefninn. Vaknaði því­ snemma daginn eftir ekkert timbruð:) enda fór ég að passa Pétur Snæ kl hálf átta morguninn eftir, því­lí­kt hress:)

*bí­llinn okkar er kominn úr viðgerð. Ég meira að segja fékk hann sí­ðasta föstudag og viðgerðin var mun minni en í­ fyrstu var talið svo þetta fór allt saman vel:) Ég er auðvitað alveg í­ skýjunum yfir þessu. Reyndar þarf að laga aðeins meira eftir páska en allavegana er hann orðinn ökufær núna.

* Á laugardaginn var afmælisveisla fyrir Lilju 3 ára og Hauk 12 ára.

*Birna, Sigrún, Eydí­s og Jódí­s Halla komu til mí­n á sunnudaginn, rosa gaman að hitta þær enda voða langt sí­ðan sí­ðast.

* Ingunn, ísta og Kristán kí­ktu til mí­n á sunnudagskvöldið lí­ka gaman að sjá þau:)

* Hrafnkell náði sér í­ pest og lá veikur á mánudaginn (í­ fyrradag)

* Ég smitaðist af Hrafnkeli og lá veik á þriðjudegi (í­ gær)

* í nótt eignuðust Jóna og Emil stelpu. Hún var 3100 gr og 51 cm. Innilega til hamingju með hana:) Fyrir þá sem vilja sjá hversu sæt hún er, þá bendi ég á link hér til hægri á sí­ðuna þeirra Jónu og Emils.
Inga stóð sig eins og hetja í­ gær og sendi sms með vissu millibili til að láta vita hver staðan væri svo ég var voða spennt að bí­ða í­ gær og það bjargaði mér alveg í­ veikindunum;)

* í dag var ég sí­ðan á kynningu/námskeiði hjá Shiseido. Þetta námskeið stóð lí­ka í­ 7 klst og var maður lí­ka nokkuð þreyttur eftir það. Við fengum geggjaðan hádegismat á hótel Nordica. Hlaðborð með allskonar gúmmelaði, með því­ betra sem ég hef smakkað. Mæli eindregið með þessum stað:)