Sumarbústaður á Eiðum

Við verðum með sumarbústað á Eiðum 22-29 júní­. Þar eru 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir tvo í­ hverju herbergi og svo eru aukadýnur og auðvitað stofusófi;) Borðbúnaður er fyrir 8 manns og grill fylgir. Einnig fylgir árabátur með bústaðnum, björgunarvesti og leyfi til að veiða í­ Eiðavatni.
Við viljum því­ endilega að fólk komi í­ heimsókn til okkar á Eiða nóg er plássið, hvort sem þið viljið stoppa stutt eða janfvel vera með okkur allann tí­mann.
Hrafnkell verður lí­klega að vinna á daginn en það er ekki langt fyrir hann að skjótast í­ vinnuna og hann leyfir ykkur alveg pottþétt að fylgjast með ef þið hafið áhuga.
Endilega látið okkur vita hér ef einhverjir hafa áhuga á því­ að kí­kja í­ bústaðinn til okkar.

Að lokum smá fróðleikur um Eiðar og nágreni sem tekið er af sfr.is

Eiðar eru fornt höfðingjasetur allt frá söguöld. Bændaskóli var þar stofnaður 1883 en sí­ðan starfaði þar Alþýðuskólinn á Eiðum í­ tæp 80 ár en nú hefur skólastarf þar lagst af. Grunnskóli er rekinn á Eiðum, þar er einnig prestsetur og kirkja. íþróttavöllur Ungmenna- og í­þróttasambands Austurlands er á Eiðum. Austan Eiðavatns eru einnig Kirkjumiðstöð Austurlands. Hallormsstaðaskógur austan Lagarfljóts er ein helsta náttúruperla landsins en hann er stærsti skógur landsins og einnig má þar finna mörg hæstu tré landsins. Þar er rekin gróðrarstöð Skógræktar rí­kisins. Náttúrufegurð Fljótsdalshéraðs hefur lengi verið rómuð, Hallormsstaðaskógur, Skriðuklaustur, Lagarfljótið sem liðast eftir miðju Héraðinu og Snæfell í­ vestri og Dyrfjöll í­ austri eru útverðir byggðar á svæðinu. Margt er hægt að skoða í­ nánasta umhverfi og merktar gönguleiðir eru við Eiðavatn.
Frá Eiðum er skammt niður á firði, sem hver um sig býr yfir sérstaklega fagurri fjallasýn. Hægt er að fara í­ dagsferðir um héraðið og niður á firði eða sigla um á Leginum. Um 20 km eru til Egilsstaða, sem er næsti þéttbýlisskjarni. Þar er útisundlaug með heitum pottum. ímis þjónusta er á Egilsstöðum, s.s. verslanir, veitingahús, bankar, bí­laverkstæði, bókasafn, pósthús, heilsugæslustöð, lí­kamsræktarstöð og tjaldstæði. Þar er einnig Ferðamiðstöð Austurlands og Minjasafn Austurlands. Af öðrum stöðum nálægt Eiðum má nefna Strí­ðsminjasafn á Reyðarfirði, Sjóminjasafn á Eskifirði og ílfastein á Borgarfirði eystra, þar sem framleiddir eru list munir úr grjóti.

4 replies on “Sumarbústaður á Eiðum”

  1. Hún á afmæli í­ dag, hún á afmæli í­ dag, hún á afmæli hún Íris, hún á afmæli í­ dag! Vonandi áttiru góðan dag elsku Íris. Sjáumst hressar 😉

Comments are closed.