…. „en við þorum ekki fyrir úlfinum í skóginum.“ „Komið þið samt“
Hver man ekki eftir þessum leik? Ég set alltaf samasem merki við þennan leik og gæsló. Þegar maður var komin í 0 bekk var þessi leikur ekki nógu cool lengur;)
Það er ekkert nýtt að frétta svo ég hef ekki frá miklu að segja. Hrafnkell er þó að koma heim í kvöld, hann fær far með strák sem er að vinna með honum og leggja þeir af stað um hádegi. Fara s.s að leggja af stað:) Hrafnkell er búinn að hafa það fint fyrir austann í sumar en hlakkar auðvitað til að koma. Ég hlakka auðvitað líka til að fá hann heim, þótt ég sé orðin nokkuð vön að hafa húsið og rúmið og allt út af fyrir mig;)
Já tíminn líður sko hratt, ekki nóg með að Hrafnkell sé búinn að vera í 9 vikur að heiman þá áttum við mánaðar brúðkaupsafmæli síðasta þriðjudag.
já og svona til að minna ykkur á, þá eru bara rúmlega 4 mánuðir í jól:) Ég er nú þegar búin að kaupa nokkrar jólagjafir og erum við að vinna í því að velja brúðkaupsmynd á jólakortin.
Við erum búin að fá 230 myndir frá ljósmyndaranum og ef til vill set ég eitthvað af þeim á netið.
Það er svo tæplega mánuður í að við hjónin yfirgefum miðbæinn. Þurfum að mig minnir að vera flutt fyrir 12 september. Vonandi hefst það allt saman og vá hvað ég hlakka til að búa ekki lengur í pappakassa og geta boðið fólki til okkar í heimsókn og svo ég tali nú ekki um að koma öllu flottu brúðargjöfunum fyrir einhverstaðar.
Ég er búin að hafa nóg að gera síðan ég kom að norðan síðasta sunnudag. Fyrsta verk mitt á sunnudag var að kíkja á nýjustu frænku mína og var svo fram á kvöld að spila við Sillu og Filla.
Á mánudagskvöldið buðu Silla og Filli mér í grillmat og síðan fór ég á kaffihús og hitti þar Birnu, Eydísi og Sigrúnu. Vá hvað það var gaman að hitta þær. Langt síðan við sáumst allar og höfðum við því nóg að tala um.
Á þriðjudagsmorgun byrjaði ég að passa Pétur Snæ í smá stund meðan litla diddan hans fór í 5 daga skoðun. Síðan skruppum við Silla í smá búðarráp meðan Filli beið í bílnum með krökkunum. Síðan fór ég til Ingunnar og við skelltum okkur í sund í góða veðrinu og þar næst í heimsókn til Þrúðar og Tóta að kíkja á Erlu Rós litlu dömuna þeirra. Um kvöldið var svo saumaklúbbur hjá Ingunni sem ég mætti að sjálfsögðu í.
Miðvikudag og fimmtudag var síðan vinna og lítið annað gert. Núna er ég komin í helgarfrí og aldrei að vita nema maður kíkji aðeins á menningarnótt þegar eiginmaðurinn er mættur:) Hvað ætlið þið annars að gera um helgina?