Halló skralló (sagt að hætti Hrafnkels)

Það er nú voðalega lí­tið að frétta héðan úr pappakassanum okkar. Hrafnkell kom heim í­ viku og fór svo aftur austur til að láta einhverja útlendinga mynda sig og ég hef bara ekkert séð hann sí­ðan. Hann er nú voða hógvær (er það nú reyndar ekki oft) og telur að hann hafi ekki sýnt neina meistaratakta svo það er óví­st að við hjónin séum á leið til LA. Reyndar verða þessir þættir ekki sýndir fyrr en á næsta ári svo við verðum að bí­ða þangað til, til að komast að því­ hvort um leiksigur sé að ræða;)
Annars yrðum við mjög góð í­ Hollywood, labbandi um með stjörnunum;)

Við erum aftur að lenda á götunni. Við töldum að við gætum farið aftur í­ í­búðina sem við vorum í­ en svo vorum við að komast að því­ að hún verður ekkert leigð strax svo við verðum á götunni eftir ca 2 vikur:/ Er einhver þarna sem veit um leiguí­búð á sanngjörnu verði mjög fljótlega og helst til lengri tí­ma, erum alveg að gefast upp á þessum endalausu flutningum og veseni.

Læt fylgja með mynd af litlu sætu frænku minni en hún er systkinabarn mitt númer 14.

finnlaugsdottir.jpg

2 replies on “Halló skralló (sagt að hætti Hrafnkels)”

  1. Haha, mér skilst að frænkur mí­nar, Zoí«ga-systur séu þarna í­ einhverjum aukahlutverkum með Hrafnkeli 😉
    Vá, mikið ert þú rí­k að eiga svona mörg systkinabörn. Ég á eitt, sem er 7 mánaða og hann er einmitt í­ borginni núna 🙂 Hlakka svo til að knúsa hann á morgun.

  2. hehe já það eru öruglega fullt af fornleifafræðingum að láta mynda sig um allt land núna;)
    Annars er Hrafnkell á flugvellinum á Egilsstöðum að bí­ða eftir að komast heim.

    Já ég er voða rí­k, ekki nóg með að eiga fjórtán systkinabörn heldur á ég lí­ka tvö afasystrabörn:)

Comments are closed.