Takk fyrir að kíkja ennþá á þetta blogg, jafnvel þótt ekkert hafi verið ritað hér svo mánuðum skiptir.
Ég ætla að gera smá annál eftir minni. Vona að ég gleymi sem minnstu.
• Kristján fæddist 01.jan og varð fyrsta barn ársins. Ég varð þá afasystir í annað sinn.
• í mars lenti ég í bílslysi og bíllinn skemmdist nokkuð, ég var nokkra daga að jafna mig en hef ekkert fundið fyrir neinum verkjum. (óhapp 1)
• 25. mars var Sigrún Elfa systurdóttir mín fermd og var mikil veisla haldin því til heiðurs.
• í maí fluttum við úr Fífuselinu í Bjarnarstíg og bjuggum þar í pínulítilli íbúð og tókum ekkert upp úr kössum.
• í maí keyrði Hrafnkell á annan bíl (óhapp 2)
• 4. júní varð ég 25 ára, engin afmælisveisla var haldin vegna húsnæðisvandræða okkar. (aldrei að vita nema maður haldi bara 26 ára afmæli).
• 10. júní var ég gæsuð af saumaklúbbnum mínum. Brjálað stuð og alveg frábær dagur:)
• 16. júní útskrifaðist Hrafnkell úr Háskólanum. Hrafnkell fékk heldur enga veislu. Hann hélt upp á þennan atburð á Akureyri þar sem hann hélt einnig upp á 5 ára stúdentafmæli frá MA.
• 18. júní byrjaði Hrafnkell að vinna á Skriðuklaustri.
• 22. júní fékk ég sumarfrí í fyrsta sinn á ævinni:)
• 22.-30. júní vorum við í sumarbústað á Eiðum. Ferðuðumst um austurlandið og höfðum það gott.
• í júní fór steinn í framrúðuna á bílnum okkar og sprunga myndaðist. (óhapp 3)
• 6-8. júlí var ég á ættarmóti á Hellu þar sem systkini pabba og þeirra afkomendur hittust.
• 14. júlí var svo stóri dagurinn okkar:) Æðislegur dagur í alla staði og veðrið svo gott.
• Hveitibrauðsdögunum var eytt fyrir austan þar sem Hrafnkell var fastur í vinnu.
• 24. júlí varð ég síðan að mæta aftur í vinnu þar sem sumarfríið mitt var búið.
• 2. ágúst varð Hrafnkell 26 ára.
• 3-6. ágúst kom Hrafnkell heim í kassana til mín.
• 8. ágúst fór ég keyrandi norður með Ingunni minni.
• 9. ágúst fæddist Dagbjört María og eru systkinabörn mín því orðin 14.
• 11. ágúst var Fiskidagurinn mikli á Dalvík og það var auðvitað jafn mikið stuð og alltaf:)
• 12. ágúst keyrði ég aftur suður og beint heim til Sillu systir að sjá litla kraftarverkið. Hún var og er alveg jafn fullkomin og bræður hennar tveir:)
• 17. ágúst kom svo Hrafnkell heim og það var svo gott að fá hann loksins heim. Jafnvel þótt heim væri einn stór pappakassi.
• í haust drukknaði írni yfirmaður Hrafnkels í Kjósinni. Margt breyttist í vinnunni hjá honum við þennan sorglega atburð og fékk okkur til að hugsa mikið um hversu óviðráðanlegt lífið getur verið. Jarðarförin var mjög falleg og greinilegt að hann átti mikið af vinum.
• 13-14. október fór ég í sumarbústað með saumaklúbbnum mínum. Það var rosa gaman.
• 14. október skiluðum við lyklunum af Bjarnarstíg og yfirgáfum Reykjavík. Leið okkar lá í næsta sveitarfélag eða Kópavog. Búslóðin fór í gám og við fluttum inn í herbergið hans Hauks bróðursonar míns.
• í nóvember fluttum við svo inn í nýja herbergið okkar í nýju íbúðinni okkar, þótt ekkert annað væri tilbúið í íbúðinni.
• Eldhúsið varð svo til og smátt og smátt myndaðist íbúð í bílskúrnum.
• í desember var mikið rok og í einu rokinu fauk spíta í bílinn okkar. Við þetta óhapp kom stór dæld í bílinn og hliðarspegillinn vinstra megin brotnaði af. (óhapp 4).
• Jólunum eyddum við á Akureyri hjá tengdó og áttum við góðar stundir þar. Við vorum svo heppin að eiga bæði viku jólafrí.
• íramótunum eyddum við svo hjá Sillu systir og fjölskyldu og áttum góðar stundir þar. Pabbi, Höskuldur, ísta, Eiríkur og Kristján komu líka þangað.
Núna í janúar er íbúðin okkar loksins að mestu tilbúin og allt er að komast í fastar skorður. Fyrir þá sem ekki vita þá leigjum við íbúð sem áður var bílskúr hjá Kristni bróðir í Kórahverfinu. Við erum nýkomin með sturtu og þvottavélin er orðin tengd og búið er að taka upp úr kössum sem hafa verið lokaðir síðan við fluttum úr Fífuselinu í maí. Allir eru velkomnir að kíkja í heimsókn til okkar:)
Það er hellingur á döfinni hjá okkur og við búumst við að þetta verði frábært ár. Við erum t.d búin að panta okkur brúðkaupsferð til Flórída í tvær vikur í maí:)Foreldrar Hrafnkels og bræður koma með okkur og verðum við því alveg 7 saman.
Fullt af brúðkaupum sem við hlökkum mikið til að fara í, enda fátt skemmtilegra;) og auðvitað margt fleira á döfinni sem við upplýsum síðar.