Vá langt síðan ég bloggaði, júlí er búinn, ágúst og september fóru jafn fljótt og þeir komu og október bara runninn upp.
Það er orðið haustlegt hér í borginni, vindurinn farinn að láta vita af sér og veturkonungur búinn að setja sig í stellingar. Fyrsti snjórinn féll um daginn og krónan fellur nánast daglega. Vöruverð og bensínverð er þó ekki að falla:-O Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki komin með magasár ennþá vegna þessa og íslenska viðhorfið: „Það reddast“ er mér ofarlega í huga. Ég get nú samt sagt það að ég hef enga trú á þessum mönnum sem stjórna landinu okkar frekar en fyrri daginn, svo hvort þetta reddast verður að koma í ljós. Eina sem ég get þó gert er að vera jákvæð og tekið til í mínum fjármálum. Við hjónin þökkum fyrir það á þessari stundu að vera ekki með íbúðarlán eða bílalán og ég tala þó ekki um myntkörfulán.
Veturinn er minn uppáhaldstími, ég elska að liggja upp í sófa með teppi, hafa aðeins kertaljós, jólamynd í tækinu og heitt og gott kakó í könnu. Það er sko uppskrift af fullkomnu kvöldi!
Það styttist í jólin Aðeins 80 dagar! JIBBí!
Ég er frekar sein í jólagjafakaupum í ár miðað við síðustu ár, bara búin að kaupa eina gjöf. ég verð því að fara að herða mig í jólagjafakaupum. Er einhver með í gjafaleiðangur?
Það er nú ekki mikið að frétta af okkur. Ég er að vinna á hótelinu, Hrafnkell er búinn að vinna við fornleifauppgröft á Alþingisreitnum síðan í ágúst og er einnig farinn í nám í opinberri stjórnsýslu í Háskólanum. Við búum ennþá í Kópavogi og erum sátt og ánægð með lífið og hvort annað:-)
Ég er að fara til Frankfurt í 4 daga í kvennaferð/frænkuferð í byrjun nóvember. Við vorum sem betur fer búnar að borga flug og hótel fyrir löngu en hvort við getum keypt eitthvað er ekki víst. Leggjumst öll á bæn og náum krónunni upp fyrir nóvember;-)
Ég er stödd í vinnunni núna, sjöunda næturvaktin mín af sjö. Kl 08 í fyrramálið er ég svo komin í vikufrí og er margt á döfinni þá, t.d ætlar Jóna mín og fjölskylda að koma að norðan og ætlum við Jóna og Hugrún Jana að fara í smá búðarráp og njóta alls sem borgin hefur upp á að bjóða. Ég hlakka mikið til að hitta þær mæðgur og sjá hvort bumban þeirra hefur stækkað síðan síðast;-)
Rósa mín og Jónbjörn eignuðust stelpu 22. september og óska ég þeim einu sinni enn til hamingju með hana, hún er algjört æði. Við Hrafnkell kíktum á þau fyrir viku og fengum að máta;-)
Við hjónin fórum eina helgi í september í sumarbústað með fornleifaklúbbnum okkar. Við vorum 11 samtals og var alveg rosalegt stuð. Við þökkum enn og aftur fyrir okkur og vonum að farin verði önnur svona ferð innan fárra ára;-)
Annars er voða lítið að frétta nema að það er von á fjölgun í fjölskyldunni. Nei ég er ekki ólétt, heldur Silla duglega systir mín sem ætlar að bæta við fjórða barninu sínu á fimm árum. Hún er skrifuð inn í mars og ég hlakka mikið til að fá eitt systkinabarn í viðbót. Þetta verður systkinabarn mitt númer 15.
Einn gamall brandari í lokin, sem kom upp í hugann:
Maður nokkur lenti illa í bílslysi og eina í stöðunni var að skipta um heila. Konan hans fékk tvo kosti, annars vegar úr arkitekt fyrir 100 þúsund eða hinsvegar úr stjórnmálamanni fyrir milljón.
Konan skildi ekki þennan verðmun, hún spurði því lækninn hvort heili stjórnmálamannsins væri svona miklu betri.
“Nei, Nei†svaraði læknirinn, “Hann er bara svo lítið notaðurâ€.
Kveð að sinni og lofa að blogga tja allavegana fyrir jól;-)