Ég vill bara láta alla vita að ég gleymdi að setja jólakort í póst í dag þannig að kort frá mér munu berast seint… Ég mun því bara taka upp þann sið að nýju að senda nýárskort… Gaman, gaman. Óska í leiðinni eftir einhverjum til að taka til hjá mér!! JólaJóhanna
Monthly Archives: desember 2006
Nú er ég glöð
Ég kláraði önnina í gær, fór í bókmenntafræðina þá. Ég veit ekkert hvernig mér gekk en ég vona vel, ég væri voða glöð að geta haldið meðaleinkunninni minni… Núna verð ég bara að vinna fram að jólum og vonanadi sofa pínupons, það er alltaf gott að sofa og ég hef víst ekki gert mikið af …
ég sjálf
Takk allir fyrir kveðjurnar með gærdaginn. Ég fékk líka svakalega flotta pakka, ég held barasta að ég hafi sjaldan fengið jafnmarga og núna (eftir að ég hætti að halda fjölmenn barnaafmæli fyrir sjálfa mig). Sjálfur afmælisdagurinn byrjaði ekki skemmtilega því að ég lenti í veseni með ritgerð sem ég var að skrifa. Fólk reyndi sitt …
systir mín
Til hamingju Anna Rán með bílprófið…. Farðu nú að koma í heimsókn!!!!
Amma mín
í gær fór ég og setti upp seríur og aðventuljós hjá ömmu minni, henni fannst það voða fallegt og var ánægð. Þá varð ég glöð í hjartanu. Á morgun ætla ég að pakka inn jólagjöfum með henni.
Afmæli
Þar sem ég á bráðum afmæli þá finnst mér tilvalið að láta fólk vita hvað mig langar í í afmælisgjöf ef einhver ætlar að gefa mér svoleiðis. Mig langar t.d. í þráðlausan heimasíma, fallega lampa í svefnherbergið, verk á veggina mína (en bara ef þau eru búin til sérstaklega handa mér). Svo langar mig í …
Mont
Ég og Hlynurinn minn erum að fara á Argentínu í næstu viku til að halda upp á góðan dag, sem sagt afmælið mitt. Við ætlum að fara á jólahlaðborð sem við erum búninn að tala um síðan í fyrra. Við fórum þá og það var æðislegt… Er búin að vera vinna m helgina í staðinn …