Nei

Sumum finnst Steinar Bragi hafa boðað til blóðugrar byltingar með grein í dagblaðinu Nei á dögunum. Öðrum finnst Viðar Þorsteinsson hafa boðað til blóðugrar byltingar á Austurvelli á laugardaginn. Lesið greinarnar og metið það sjálf.

Það er skýlaus krafa þjóðarinnar að hreinsað verði úr Stjórnarráðinu, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og endurstokkað á Alþingi – ef þingið er þá nokkurs virði ennþá í ríkjandi fyrirkomulagi. Lýðræði er ekki bara á fjögurra ára fresti og það er ólíðandi að kjörnir fulltrúar utan ríkisstjórnar séu hunsaðir, að þjóðin sé hunsuð.

Ef þessi einfalda krafa jafngilti því að boða til blóðugrar byltingar – sem hún er ekki, allt tal um slíkt er spuni og þvættingur – þá væri það einfaldlega það sem þyrfti. Það hefur sýnt sig undanfarnar vikur nákvæmlega hversu rotið kerfið er og fólkið sem stjórnar því – og lýðræði er hér ekki til. Ef fólkið fær ekki notið lýðræðis er kerfið gallað. Ef kerfið er gallað ber að breyta því.

Sættum við okkur við eitthvað minna?