Ypsilontendens

Ég er kominn með einhvern ypsilontendens, þ.e. ég er farinn að skrifa ypsilon í ótrúlegustu orðum. Nú er mál að linni. Það er raunar vitað mál, að ypsilon sæmir sér betur í orðum eins og skrýmsli og byskup, heldur en hið algengara í.

Þetta er svipað og hvernig ég fæ alltaf kommubrjálæði eftir að hafa lesið Þórberg. En, málsgreinar hans, eru nærri, undantekningarlaust alltaf, skrifaðar, með jafn mörgum kommum, og þessi málsgrein.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *