Heilsugæslan

Áðan fór ég upp á heilsugæslu og hitti heimilislækni. Sá spurði hvað væri að og ég lýsti því sem best ég gat. Svo lamdi hann mig nokkrum sinnum í ennið. Þegar hann hafið lokið því af hlammaði hann sér við skrifborðið sitt og prentaði út lyfseðil, blikkaði mig og sagði að ein tafla af lyfinu kostaði jafn mikið og sama magn af Viagra. Það voru óþarfar upplýsingar.

Ef þið vitið um heimilislækni sem segir þér hvað er að en ekki öfugt þá látið mig vita. Ég vil vera viss um að ekkert fleira sé að mér þegar ég borga fyrir tímann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *