Meira um tóbak og hálfflöggun

Það er kannski rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti því að fólk flaggi í hálfa stöng þegar því sýnist. Þess vegna mætti gera það á hverjum degi. Hins vegar get ég ekki annað en móðgast þegar fánatrúðurinn í blokkinni flaggar fyrir dauða frelsarans en sleppir að flagga á þjóðhátíðardeginum. Það er ekki síður hroki en lítilsvirðing.

Eftir að hafa skrifað síðustu færslu gerði ég mér ferð niður í bæ. Mér til happs fann ég að Umferðarmiðstöðin var opin og keypti ég þar sígarettupakka á 680 krónur. Aldrei áður hef ég hugsað mig tvisvar um við tóbakskaup, en það gerði ég í dag. Helvítin vilja alltaf græða meira.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *