Ég er ekki skatólógus

Mér er sagt ég hafi hrópað upp yfir mig í gærkvöldi, í umræðu um skatólógíu, að hún væri „fokkíng snilld“. Vil ég nota þetta tækifæri til að benda fólki á að hrifning mín á skatólógíu þarf ekki endilega að vera byggð á neinu merkilegra en almennri hrifningu á grískum hugtökum. Í það minnsta hef ég ekki séð neinar skatólógíumyndir, líkt og sumir. Og skatólógía í bókmenntum er bara dauðinn. Dauðinn, segi ég. Enda þótt mér finnist hægðir annars frábært umræðuefni.

4 thoughts on “Ég er ekki skatólógus”

Lokað er á athugasemdir.