Monthly Archives: júlí 2006

Líbanon 0

Lesið greinina. Skoðið myndirnar, ef það sóðar þá ekki út fallegu húsin ykkar (æ, úps, birti óvart eina!). Skiptir það máli „hver byrjaði“? Skiptir ekki andskotans máli. Stríð er glæpur, gegn öllu mannkyni. Skrifið undir þessa áskorun. Ég veit að þeir sem geta stöðvað stríðið munu enn síður taka mark á henni en eigin siðferðiskennd […]

Laugardagskvöld og SigurRós 2

Ég hafði aldrei farið á tónleika með SigurRós fyrr en í gærkvöldi. Nú veit ég að ég mun fara á fleiri. Laugardagskvöldið var afar mikið ‘touch-and-go’ kvöld, var síflakkandi á milli fólks. Hitti fyrst Kára, þá Lárus, þá Baldur og Ármann, þá Silju, Tótu og Rannveigu, næst hittum við Silja þá Bjössa og Dofra. Fyrsta […]

Gönguferð í sólinni 0

Átti afar erfitt með að rífa mig framúr í dag. Það hafðist þó á endanum og ég gat fengið mér göngutúr í sólinni. Mér varð gengið fram á stórt og tígulegt hús neðar á Öldugötunni, eitt það flottasta sem ég hef séð hér í grenndinni. Svo auðvitað, ögn til hliðar við gatnamót Öldugötu og Garðastrætis, […]

Sigur mannsins 2

Í gærkvöldi lenti ég í þeirri hryllilegu aðstöðu að hafa eytt hálfum deginum í að flytja, ætla í sturtu eftir herlegheitin, en uppgötva mér til ægilegrar skelfingar að auðvitað var ekkert sjampó til. Gerði mér það að góðu (foj!), en gerði það að mínu fyrsta verkefni eftir vinnu í dag að kaupa slíkt og brúka […]

Öldugata 59 3

Búinn að taka upp úr flestum kössum, ennþá nokkrir eftir á Laugarnesveginum. Tvær ferðatöskur fullar af fötum sem á eftir að losa. Herbergið mitt er rúmgott og notalegt, þótt ég eigi enn eftir að venjast því að sjálfsögðu. Öll húsgögn komin: Fjórir bókaskápar, skrifborð, rúm, hatta- og fatastandur. Sumsé allt sem nokkurn mann gæti nokkru […]

Paradísarhöfn 2

Ætti ég bláa skútu þá sigldi ég burt strax í dag Til þess að komast sem fyrst aftur hingað -úr bókinni Stokkseyri e. Ísak Harðarson.

Að hafa, en geta ekki 0

Nú eru síðustu forvöð að skoða landsvæðið sem enginn hefur komið til, raunverulegt draumaland, stærsta svæði ósnortinnar náttúru sem eimir eftir af í Evrópu. „Við erum forréttindakynslóð,“ sagði Ómar Ragnarsson, „við verðum fyrst til að sjá hálendið í allri sinni dýrð, og sjáum jafnframt til þess að enginn annar muni sjá það aftur“. Hvað er […]

Enginn söknuður 2

Á miðnætti hefst síðasti heili sólarhringurinn sem ég eyði á Laugarnesvegi 100, heimili mínu í hartnær sextán ár. Tómir kassar standa fyrir utan herbergið, hvar inni ég sit og hlusta á tónlist sem ég er löngu hættur að hlusta á nema ef til væri að vekja upp minningar. Það er ekki að virka. Greinilega er […]

Tvennt vinnutengt 2

Í dag tók ég á móti bók um vampírur á safninu. Hún angaði öll af reykelsi. Greinilegt að hún hefur verið „notuð“. Það sem kemur ekki inn á borð til mín. Annars virðist fólk almennt eiga mjög erfitt með að gera sér grein fyrir því að ég vil ekki að hringt sé í mig þegar […]

Á bekk í Hljómskálagarðinum 3

Myndina tók Alli, áður en faðir gestgjafa gærkvöldsins hellti í mig nægu viskíi til að drepa hross.