Monthly Archives: janúar 2008

Bikarinn 11

Einn sit ég yfir drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni, sorg, sem var gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. – Jóhann Sigurjónsson.

Seinleg athugun 2

Byssan gerir aldrei skyssan segir máltækið. Auðvitað gerði hann enga skyssu í stóra Morfísmálinu, það sem gert er að undirlögðu ráði getur varla flokkast sem mistök, þótt það sé ef til vill misráðið eftir á að hyggja. Mistök eru engin afsökun fyrir að vera hálfviti. Hitt er svo annað að ef umræðurnar á vefsíðu téðrar […]

Byltingin 3

byltingunni var sjónvarpað bara tveim dögum áður hún hófst vonum að þessi dreifi úr sér betur en sú rauða

Bækur 0

Þegar ég mætti í skólann beið mín eintak af Ást á grimmum vetri frá honum Sigtryggi. Ég er ekki frá því að mér þyki meira í hana spunnið núna en þegar ég las hana síðast fyrir rúmi ári. Hver veit nema sama verði uppi á teningnum hjá Steinunni Sigurðardóttur, sem Kistudómur dagsins er tileinkaður. Það […]

Fataflokkurinn 0

Er það bara ég sem tek eftir breytingunni, eða felldi Einar Már aldrei rauða litinn? Ég er hreint ekki að kvarta, svo það sé á hreinu.

Garðskálinn 2

Fyrsti og síðasti Garðskálaþátturinn í lit hefur litið dagsins ljós! Eða í lit stundum. Stillið víðtækin rétt. Eða hvað? Arngrímur Vídalín úsar af kynorku og Jón Örn Loðmfjörð talar óskýrt. Eða hvað? Tækninni fleygir fram og allt það.

Góður dagur 2

Þegar ég vaknaði á slaginu sjö í morgun ætlaði ég varla að trúa því, fyrr en ég leit út um gluggann. Veðrið virtist ekkert of slæmt, og fyrir utan að ég vildi ekki spilla þessum einstaka áfangasigri þurfti ég eftir sem áður að flytja fyrirlestur í skólanum uppúr klukkan átta. Undir eins og ég komst […]

Möguleikar lélegrar ljóðlistar 0

Það er grein eftir mig á Tregawöttunum í dag.

Grautur 11

Á meðan ég gerðist „myndarlegur“, eins og amma mín segði, og mallaði grjónagraut alveg sjálfur eftir hvatningu Baunar, sem einnig er móðir langtímaskólasystur sem er sigurskáld – sem var vel ætur í þokkabót og rúmlega það! – var nýr meirihluti myndaður í borginni. Einn fór út í kjölfar spillingarmáls, sá næsti í kjölfar jakkafatakaupanna ógurlegu. […]

Hafragrautur 15

Annað hvort er sérstakt trix að búa til hafragraut nema innihaldið samanstandi ekki eingöngu af mjólk, salti og haframjöli. Ógott, en ætt. Latínukennarinn minn í MR kvaðst vakna sérhvern morgun á slaginu sex til að malla sér hafragraut. Eftir fimm diska af þeirri garpafæðu þyrfti hann ekki að borða neitt meira yfir daginn.