Monthly Archives: febrúar 2008

Ad hominem 0

Ég hef heyrt margstaðar frá að Aron Pálmi hafi varla stigið fæti út af öldurhúsinu síðan hann kom hingað. Fólk virðist almennt hissa á því. Það bjóst kannski við að hann yrði skipaður héraðsdómari?

Hýpóþetikal 3

Aðaluppistaðan í þeirri ansi hreint ósjarmerandi fæðu sem ég lifi á er kjöt. Nauta- og lambalundir er eitthvað það albesta sem ég fæ. Ég er ekki klár á því hvernig þessum skepnum er slátrað eða hverslags tól eru notuð til að búta þær niður til að færa mér vöðva þeirra á diski, löðrandi blóðuga með […]

Hversdagsleiki 0

Í dag hringdi í mig náungi frá símafélaginu Nova. Hann seldi mér ekki neitt, en ég seldi honum bókina mína. Svo aðstoðaði ég unga konu við að grafa upp heimildir um tákn og táknfræði, leiddumst svo út í spjall um merkingarfræði og arkítektúr (sem ég hef lítið vit á). Í kjölfarið ákvað ég að fá […]

Myndbandasafn og málverk 0

Davíð Þór hittir naglann á höfuðið hér. Um daginn lenti ég nefnilega á lánþega sem kvartaði yfir að myndirnar okkar á safninu væru svo margar ótextaðar, en hann byggi sko á Íslandi og því væri lágmark að hafa íslenskan texta. Ég benti honum ekkert of vinsamlega á að þetta væri bókasafn, og spurði hvort það […]

Is it lupus?! 3

Niðurstaða augnlæknis: Meðfætt [latneskt heiti] í hægra auga, sjónskekkja minniháttar, gleraugna ekki þörf. Atvikið með mislægu gatnamótin verður áfram ráðgáta.

Daredevil 0

Það verður að játast að ég gæti haft jákvæðari væntingar til læknisheimsóknarinnar á morgun.

Hvar hafa augu lífs míns ljósupptöku sinni glatað? 0

Niðurstaða sjóntækjafræðings: Hriplekir augnbotnar. Ég til augnlæknis.

Blindi maðurinn 0

Kisan mín er svo veraldarvön að hún nær skottinu sínu í sérhvert sinn, en treinar sér leikinn og sleppir því jafnharðan aftur. Sjálfur er ég ekki meiri heimsborgari en það að ég var nærri genginn í veg fyrir bíl þegar ég hélt ég væri á grænu. Það var í janúar. Í gærkvöldi tók ég frárein […]

Pareidolia 6

Hvás harka firka.

Konudagur 0

Ekki gaf ég rós frekar en fyrra árið.