Monthly Archives: júní 2008

Bilaði bókavörðurinn 5

Kæra dagbók. Í dag eftir vinnu umraðaði ég bókahillunum mínum samkvæmt einfölduðu Deweykerfi. Það reyndist hafa sína kosti og galla. Á morgun flæki ég kerfið.

Á faraldsfæti 2

Á morgun fer ég til Akureyrar. Ég ætlaði að reyna að nýta ferðina og skoða Amtsbókasafnið en yfir sumartímann er það víst ekki opið um helgar – sem mér finnst reyndar til fyrirmyndar. Það er engin ástæða yfirleitt til að hafa almenningssöfn opin um helgar, til þess eru námsbókasöfn. Ég legg af stað síðdegis, sem […]

Þátturinn sem lofað var – gleðjist! 4

Garðskálinn er risinn úr hýði sínu eftir langan – en fagurfræðilega nauðsynlegan – vetrardvala, en þeir Jón og Arngrímur láta engan bilbug á sér finna fremur en venjulega. Ef eitthvað er mæta þeir hálfu stórkostlegri til leiks í því augamiði að rífa sljóan almenning uppúr dróma sainnuleysis og heimsku (með fullri hógværð). Garðskálinn er stoltur […]

Das Gartenzimmer 0

Ég má til með að vekja athygli lesenda á þessum tveimur hvannadalshnjúkum andans, sem halda úti bókmenntaþættinum Garðskálanum á youtube. Þetta virðast vera tveir háskólanemar sem hafa tekið að sér að útskýra bókmenntahugtök fyrir umheiminum og reykja og horfa skáldlega upp í þakið á Hressingarskálanum til að magna hughrif áhorfandans. Sumar línurnar þarna eru svo […]

Kenningin fallvalta hreina 2

Kvöldið eftir að ég svaf í bíl síðastliðna helgi átti ég í rökræðum um listhugtakið í útskriftarveislu í Fossvoginum, eða öllu heldur hélt stúlka nokkur því fram að sá verknaður að nota saur til sköpunar – nánar tiltekið í innsetningar – umræðan barst ekki til annarrar notkunar saurs, svo sem í stað málningar á hreinan […]

Öfuguggaljóðaglíma 0

Fyrir allri skemmtan er góð ástæða, helst aldarafmæli! Í tilefni af aldarafmæli Ólympíuþátttöku Íslendinga blæs skátahreyfingin Nýhil til ljóðveislu á Næsta bar klukkan 20:30 miðvikudagskvöldið 18. júní. Kvöldið er haldið sérstaklega til heiðurs glímukappanum Guðmundi Sigurjónssyni Hofdal, þátttakanda á Ólympíuleikunum í London 1908 og eina Íslendingnum sem dæmdur hefur verið fyrir sódómíu. Ýmis ung og […]

Öryggið uppmálað 4

Ég er farinn að halda að svefntruflanirnar mínar tengist dægursveiflum – ekki nauðsynlega árstíðaskiptum, heldur sirkadíska rytmanum svo ég sletti. Ef ég fer að sofa á skikkanlegum tíma hrekk ég undantekningalaust upp kortéri til hálftíma seinna og sofna ekki aftur fyrr en nokkrum tímum síðar í fyrsta lagi. Hinsvegar get ég sofið heilu dagana eins […]

Gott stöff 0

Prestastefna hófst með messu í Dómkirkjunni í kvöld klukkan sex. Um 140 prestar og djáknar eru skráðir til þátttöku á prestastefnunni sem stendur yfir í Seljakirkju í Reykjavík fram á fimmtudag. Aðalefni prestastefnu að þessu sinni er að ræða drög að samþykktum um innri málefni kirkjunnar, meðal annars skírn og fermingu. via mbl.is

Sjortarar 5

Hella var fín. Ég reyndar eyddi mestum tímanum á hótelinu, en ég er hvort eð er með blæti fyrir hótelum svo ekki spillti það fyrir. Skrifborðið inni hjá mér virtist ófullgert án viskíglass. Ég er líka með blæti gagnvart slíkum skrifborðum, svo það er aldrei að vita nema ég snúi aftur með flösku og glas […]

Niðurstöður dagsins athugana 4

1. Hvítir sokkar eru slæm hugmynd. 2. Fólk skilur ekki hvað „Gegnir liggur niðri“ felur í sér. 3. Gott er að geyma bjórinn sinn í sameiginlega ísskápnum. 4. Venjulegur vinnudagur verður óraunverulegur ef hann endar á ferðalagi. Farinn á Hellu eftir rúma þrjá. Kem aftur á sunnudag.