Það tekur lengri tíma en ég hugði að drulla ámu af bjór yfir á aðra ámu og þaðan á flöskur. En ég er loksins búinn. Svo tókst mér að brenna mig við að sótthreinsa flöskur og er flekkóttur núna. Ef þetta verður verra á morgun er ég farinn niður á slysavarðstofu …
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 26. febrúar, 2009 – 03:38
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Tölvan mín er farin að hitna svo mikið að ég sá þann kostinn vænstan að hringja í þjónustuaðila og panta tíma. Húðin er beinlínis farin að flagna utanaf örgjörvanum. Tölvan reyndist vera í ábyrgð ennþá svo það kemur sér afskaplega vel. Á Þórbergsvefnum rakst ég á meint MA verkefni eftir Sverri Árnason, Í kompaníi við […]
Categories: Námið,Úr daglega lífinu,Þórbergur
- Published:
- 25. febrúar, 2009 – 13:16
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Rétt í þessu greip ég niður í 50 blaðsíðna ritgerð sem ég hef verið að lesa mér til heimildar, og lauk því litla sem eftir var. Það er langlengsta heimildin sem ég þarf að styðjast við að undanskildum bókum. Fer svo að fletta upp í glósunum. Ég hef ekki hripað eina einustu hjá mér, nema […]
Categories: Námið,Þórbergur
- Published:
- 24. febrúar, 2009 – 22:47
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Varir okkar hafa gróið saman utanum tvö lítil og skrítin dýr sem iða af ást og njótast inní heitum og rauðum heimi sem varir okkar hafa lokast um – Ari Jósefsson, úr Nei, 1961.
Categories: Bækur / Bókmenntir
- Published:
- 24. febrúar, 2009 – 22:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég var bara fyrst áðan að fatta að Jónas Kristjánsson er Jón Gnarr í dulargervi. Í alvörunni, er þetta ekki orðið gott, Jón?
Categories: Uncategorized
- Published:
- 19. febrúar, 2009 – 23:44
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Allir skulu stilla inn á síðdegisútvarp Rásar2 á morgun milli 16 og 18. Þar má heyra viðtal sem tekið var við okkur Kristínu Vilhjálmsdóttur í sambandi við prógram Borgarbókasafns, Húmor og amor. Á sunnudaginn kemur hefst dagskráin með pompi og prakt og má finna undirritaðan þar, nánari upplýsingar hér. Verkefnið varir svo út árið með […]
Categories: Vinnan
- Published:
- 19. febrúar, 2009 – 15:45
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ligg hálfslappur heima í dag og langar í koníak. Koníak fer afskaplega vel með rigningu og veikindum. En ég á ekkert koníak, hef ekki efni á því og þyrfti þar fyrir utan að fara úr húsi til að verða mér úti um það. Það kemur ekki til greina Auk þess finnst mér koníak ekkert gott. […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 17. febrúar, 2009 – 13:51
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í kjölfar þess að bróðir minn gerðist ritstjóri þess prýðilega vefs Húmbúkk gúglaði einhver sig inn á þessa síðu í leit að honum (þetta er frægt og það leikur sér). Ég skoðaði hvað viðkomandi fann og rakst á þetta í leiðinni. Ég vil taka það fram að ég var orðinn tvítugur þegar þetta er skrifað. […]
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 13. febrúar, 2009 – 02:45
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég hygg að ég sé að grána. Ég veit að maður á ekki að blogga um svona hluti. En spegillinn gegnt rúminu mínu sýnir mér ógnarstór kollvik þar sem þó vex hár þegar nánar er að gætt. Sérstök ferð sem ég fór í rannsóknarskyni innundir flóðlýsta skuggsjá salernisins leiðir í ljós að vissulega er ég […]
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 12. febrúar, 2009 – 02:03
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég er með stóra spurningu við heimildarmyndina The Bridge. Myndin fjallar um sjálfsvíg við Golden Gate brúna. Í myndinni eru u.þ.b. átta sjálfsvíg fest á filmu (eftir að þetta var skrifað sé ég að Wikipedia segir 19 – ég hlýt að hafa athyglisbrest), og að mig minnir þrjú stöðvuð. Rammafrásögn myndarinnar er eitt tiltekið sjálfsvíg. […]
Categories: Kvikmyndir
- Published:
- 10. febrúar, 2009 – 00:33
- Author:
- By Arngrímur Vídalín