Monthly Archives: mars 2009

Af daglegu stöffi 2

Ég fór með tölvuna í viðgerð í gær og fékk hana aftur samdægurs. Hún hafði verið að ofhitna einsog Ödipus og bræða utanaf sér húðina að neðan. Um miðjan dag fékk ég símtal frá EJS: Áttu kött? Það er heilt teppi hérna inni. Á dauða mínum átti ég von. En tölvan er einsog ný núna. […]

Musteri hæverskunnar 9

Ég hvet lesendur eindregið til að hlusta á þennan merkilega hlaðvarpsþátt. Mér þykir ég raunar alveg skelfilega illa reprisenteraður, nýt nær engrar athygli þáttastjórnenda meðan Loðmfjörð, Guttesen, Norðdahl og Lilliendahl þiggja meiriháttar hýðingar. Í öllu falli hlýt ég að krefjast þess að fá meiri dagskrártíma síðarmeir. Að því sögðu vil ég biðja þær tvær manneskjur […]

Hræið 1

Nei heyrið mig nú! Það er víst búið að finna og ídentífíkera hræið af henni Anastasíu minni. Og það fyrir tæpu ári. Mun nú vera búið að sameina Romanovfjölskylduna alla í sameiginlegum grafreit. Ég er sjokkeraður yfir að hafa fyrst komist að þessu núna. Ekki fannst íslensku miðlunum þess virði að færa mér þessar fréttir […]

Birtan 3

Vorið er að koma. Söngur farfuglanna í trjánum fyrir utan blandast hljóðinu í bráðnandi gúmmíi ökuþóra hér um hálfeittleytið að nóttu. Margt brosir líka við mér núna sem mér hefði aldrei áður dottið í hug að ég ætti eftir að fagna. Vinnan mín er frábær, kærastan mín er best í heimi og kvöldin fara ekki […]

Víga-Styrssaga 2

Ég vil benda á það litla atriði, sbr. þessi frétt, að berserkjavígunum er bæði lýst í Víga-Styrssögu, og þarmeð Heiðarvígasögu, og Eyrbyggju. Það bætir ekki fyrir þau mistök að gefa rangt fyrir Víga-Styrssögu, en svar Kópavogsliðsins var engu að síður rétt líka. Réttlætingin er þá væntanlega sú að Víga-Styrssaga hafi ekki verið sagan sem leitað […]

Barið uppundir gólfin 5

Ég sat að semja við píanóið þegar skyndilega riðu þung högg uppum gólfið allt. Ég hélt áfram, nágranninn gæti bara vel fellt sig við óhjákvæmilegu falsnóturnar. En mannfjandinn hélt bara áfram að lemja svo ég neyddist til að hætta. Og ég sem var kominn svo nálægt því sem ég vildi. Það er kortér síðan og […]

Afmælisbarn dagsins 5

Er Þórbergur Þórðarson. Einhversstaðar í akhasaþokunni er hann 121 árs í jarðárum. Fagni því allir góðir menn.

Nennir einhver að útskýra þetta fyrir mér? 4

Nördinn hann Matti má t.d. alveg gera heiðarlega tilraun. Fyrst rek ég augun í þetta. Svo þetta. Elías Halldór má líka spreyta sig.

Að gefnu tilefni 1

Í gær sat ég á kaffihúsi og fylgdist með stórbruna í Síðumúla. Og ég sem ætlaði Fellsmúlann. Á leiðinni heim keyrði ég framá krambúleraðan jeppa sem leit helst út fyrir að hafa verið tekinn sundur með sprengjuvörpu. Síðdegis í dag var svo búið að strá löggum eftir endilangri Reykjanesbrautinni. Og ég með endurskoðunarmiða. Að gefnu […]

Síðasti ritdómur Sjóns 1

Jón Örn kemur með góða ábendingu á bloggsíðunni sinni: Síðasta ljóðabók Sjóns er ekki skrifuð af mönnum sem kunna skil á ritverki Sjóns eða hafa stúderað hann á nokkurn einasta hátt, utan að hafa gripið niður í ljóðasafn hans. Samt hafa allir skirrast undan að fjalla um hana – á þeim forsendum að þeir þekki […]