Frúin kom heim í gær eftir rúmlega vikulanga vinnuferð til Íslands og komst að því að það er skrítnara að fara þangað í vinnuferð en að koma heim til sín í útlandinu.
Amman og afinn aðstoðuðu bóndann við barnauppeldið á meðan og gekk það allt saman ljómandi vel.
Dagurinn í dag var rólegur, frúin var heimavið í dag með þá sveimhuga og þann skapmikla, sú snögga fór í leikskólann og var ekki tilbúin til heimferðar um hádegið, hún vildi leika lengur.
Að vinnu bóndans lokinni var skroppið í búð og svo borðað seint.
Í dag var hlýtt og gott veður.