Mary Poppins

Enn einn dagur að kvöldi kominn – sama daglega stúss og venjulega, þveginn þvottur og settur út á pall.  Setið yfir heimanámi og sú snögga sótt, skapið í henni er mjög snöggt þessa dagana og heldur erfitt að gera henni til hæfis.

Sem dæmi þá var heimsóknin á bóndabæinn algjört frat í dag því þar var ekki nægilega mikil sveitalykt!

Annars var horft á Mary Poppins í dag, líklegast of gott veður til að vera úti 😉 Frúin notaði tækifærið og lagðist út á meðan kassinn var í gangi og var í sólbaði í um 20 mínútur áður en hún gafst upp á vitleysunni.

Bóndinn hringdi heim með fréttir – þær koma síðar, og svo erum við á leið út úr bænum á föstudag.  Heimboð til vinnufélaga þar sem verður farið í gönguferðir og hugsanlega hestbak.  Fréttir af því um helgina.

Annars var mjög gott veður í dag, sennilega um 23°C en svolítil gola.