Myndir dagsins

"Stórkostleg mynd"
"Stórkostleg mynd"

Sagði sú sveimhuga þar sem hún stóð á skógarstígnum og horfði til himins í stellingur sem Haukur gamli rakari hefði mátt vera stoltur af.  „Mamma, viltu setja hana inn í tölvuna svo allir geti séð hvað trén hér eru stór?“ Fylgdi svo á eftir – njótið stórkostlegheitanna!

Landfræðileg miðja Baden-Wurtenberger er merkt með þessari fínu keilu og er á skógarstígnum góða.
Landfræðileg miðja Baden-Wurtenberger er merkt með þessari fínu keilu og er á skógarstígnum góða.

Ef grant er skoðað sést að í steininn er skráð „geographische“ og þetta stendur allan hringinn „Die Geographische mitte von Baden-Wurtenberger“.

Gönguferðin er hins vegar svo erfið að sá skapmiki sofnar oft í kerrunni sinni á leiðinni niður eftir.

Froskakóngurinn
Froskakóngurinn

Við neðri enda skógarstígsins er þetta skilti og hefur mörg stundin farið í að velta fyrir sér í hvaða holu hann búi og koma margar til greina.