Upphaf skólagöngu

Þá rann upp afmælisdagur þeirrar sveimhuga, dumbungur og þokusuddi úti við, en hamingja uppi í rúmi þegar pakkar voru opnaðir.  Spenningur heimavið, sú snögga að byrja sinn fyrsta skóladag, sá skapmikli óþolinmóður eftir að komast í leikskólann og afmælisbarnið á leið í skólann með stafla af pönnsum.

Sá skapmikli var einn í rúma klukkustund í leikskólanum svo frúin komst í messuna sem markaði upphaf skólagöngu þeirrar snöggu.  Þar voru sagðar dæmisögur, lesið um börnin sem komu til Jesú og inn í himnaríkið, skólabörnin signd og blessuð og fariðvorið sagt í sameiningu (tegnsl ríkis og kirkju hvað?!).

Úr kirkjunni var gengið í skrúðgöngu niður að skóla og sagði sú snögga að þetta væri bara næstum eins og á 17. júní, það væri einmitt stundum rigning þá! (Enda hitinn eins og á góðum júnídegi, 16 stig).   Við skólann biðu 2. og 3. bekkingar og mynduðu marseringargöng sem nýju skólabörnin fóru í gegnum.

Í hátíðarsalnum biður 4. bekkingarnir og skólastjórinn, hún las sögu og nemendurnir fóru með stutt leikrit.  Eftir það fóru 1. bekkingar inn í stofu með kennaranum og foreldrar biðu fyrir framan, nutu veitinga og spjölluðu.  Frúin skaust og sóttir þann skapmikla og spjallaði svo við amerísku foreldrana og þá grísku sem bjuggu í New York í september 2001 og heyrði áhrifamikla sögu frá 11. þess mánaðar.

Þegar skóla lauk hjá þeirri snöggu var farið heim og Schültute var opnuð þegar sú sveimhuga kom heim, svo var heimanám og búðarferð og endað á fer á uppáhalds veitingastaðinn, Bella Roma.

Bóndinn var spurður í dag hvort sú sveimhuga væri mótmælenda- eða kaþólskrar trúar, þar sem trúarbragðafræðin hófst í dag.  Spurningin var ekki hvort hún væri trúuð, heldur hvorrar trúar!  Hún er annars ákaflega ánægð með skólann og einnig sá skapmikli með sinn leikskóla.

3 replies on “Upphaf skólagöngu”

  1. Takk fyrir myndir og blogg.
    Afmæliskveðjur i tilefni dagsins frá frænkunum og Braga.

  2. Hann sagði hana mótmælendatrúar, þó svo að við höfum merkt okkur trúlaus þegar við skráðum okkur inn í landi – hún veit alla vega meira um hana en kaþólska trú, svo það var sennilegast rétt. 🙂

Comments are closed.