
Gistiheimilið Stahleck Castle í Bacharach við ána Rín.

Árrisulir íþróttamenn að æfa "bo jutsu" í hallargarðinum.

Kletturinn hennar Loreley, hún var ekki við þennan morguninn og heyrðist ekki heldur neitt frá henni.

Fjögura vatna sýnin við Boppard, rétt glittir í ána á fjórum stöðum ef vel er að gáð.

Á leiðinni niður í stólalyftunni, í næsta stól fyrir neðan situr frúin með þann skapmikla í fanginu og þá sveimhuga við hlið sér, lyftan fer upp um 400 metra eða svo.

Deutsches Eck í Koblenz, Mósel áin kemur vinstramegin niður og rennur inn í Rín, skuggi af Vilhjálmi I á stéttinni.

Krakkar í handknúnu parísarhjóli á miðaldahátíðinni í Koblenz.

Á þessum Imbiss voru myndir af Max og Moritz málaðar, við getum samt ekki fundið neina tengingu við bæinn að öðru leiti.

Óknyttastrákurinn Schängel frussar á fólk sem stendur við brunninn hans við gamlan Jesúíta háskóla sem hýsir nú borgarskrifstofur Koblenz.

Minnisvarði í Koblenz um þá sem hurfu, voru ofsóttir og myrtir á tímum nasistastjórnarinnar.

Nýjar vinkonur í Bonn, sveittir krakkar búin að hamast á leikvelli.