Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2009

Jólalegar myndir

Stoltar af sínum Þorláksmessukarli.

Stoltar af sínum Þorláksmessukarli.

Tréð skreytt af miklum móð.

Tréð skreytt af miklum móð.

Sem betur fer náði bóndinn upp á topp án nokkurra vandkvæða þetta árið! :)

Sem betur fer náði bóndinn upp á topp án nokkurra vandkvæða þetta árið! 🙂

Tréð næstum því horfið í pakkahrúgu!

Tréð næstum því horfið í pakkahrúgu!

Spennan fer vaxandi hjá krúttlegustu krökkum í heimi.

Spennan fer vaxandi hjá krúttlegustu krökkum í heimi.

Bóndinn himinlifandi með Arnald.

Bóndinn himinlifandi með Arnald.

Og ekki voru krakkarnir minna ánægð með sitt.  :)

Og ekki voru krakkarnir minna ánægð með sitt. 🙂

Ein af uglunum þrjátíu sem myndir voru teknar af í Holtzgerlingen.

Ein af uglunum þrjátíu sem myndir voru teknar af í Holtzgerlingen.

Holtzgerlingen - þar sem fólk hittist!

Holtzgerlingen - þar sem fólk hittist!

Ugla í ljósum logum - fyrir utan raftækjaverslun.

Ugla í ljósum logum - fyrir utan raftækjaverslun.

Gleðileg jól

Á mánudaginn var fóru systur í skólann og drengurinn í leikskóla – sund hjá þeirri sveimhuga seinni partinn og dund inni við eftir það.

Á þriðjudaginn var síðasti skóladagurinn fyrir jólin, þær voru búnar snemma svo að eftir hádegið voru fleiri piparkökur málaðar, spilað og lífsins notið.

Á Þorláksmessu voru litlu jólin í leikskólanum hjá þeim skapmikla, hann kom heim með jólagjöf og allt!  Hér heima gerðu systur snjókarl úti á palli, bóndinn fór í loka útréttingar fyrir hátíðarnar og tréð var tekið inn seinni partinn.  Um kvöldið var fiskiveisla (aldrei verið borðaður jafn dýr fiskur á bænum!) og við vorum svo heppin að fá gesti í kvöldmatinn!  Ljúffengur steinbítur og kjúlli fyrir krakkana, eftir matinn var tréð skreytt og samkvæmt venju var það bóndinn sem setti stjörnuna – vanalegast þó vegna þess að hann er sá eini sem nær!

Aðfangadagur var ljúfur, sofið svolítið frameftir og sjónvarpsgláp – eftir hádegisverðinn fóru krakkar í bað og í rúmið í dálitla stund, svona til að eiga orku fram eftir kvöldi.  Eftir hvíldina klæddu allir sig í sitt besta skart og við skunduðum í lúthersku kirkju hverfisins í fjölskyldumessu klukkan fjögur, þar var helgileikur og hátíðleg stund, þó vissulega væri söknuður af því að heyra ekki „Heims um ból“.  Eftir messu var gæsabringan steikt og kartöflur brúnaðar, maturinn borðaður undir söng  Mahaliu Jackson.  Eftir uppvask voru kortin lesin og þá var loksins komið að aðalstuðinu (bóndinn hélt að frúin væri að grínast þegar hún sagði þeirri sveimhuga – og hinum krökkunum – hvert kvöldskipulagið væri, en varð svo mest hissa á því hvað krakkarnir voru sáttir við þann háttinn!).  Pakkarnir voru rifnir upp af miklum móð og allir himinlifandi, hægt að skríða í bólið með nýja bók á öllum vígstöðvum.

Á Jóladag var lufsast fram eftir degi, svínið snætt um hádegið meðan allir voru enn í náttfötum, en seinnipartinn fórum við til Reutlingen á skauta með Ameríkönunum.

Á Annan fórum við í jólaboð til fyrrverandi nágrannans, gengum um bæinn þeirra, Holtzgerlingen og skoðuðum skreyttar uglur sem er helsta kennileiti bæjarins – sem er ekki ferðamannabær og því ekki hægt að kaupa uglur í neinni búð þar!

Í dag, þriðja í jólum var fjölskyldugjöfin tengd – Wii – og farið í keilu, meira að segja sá skapmikli ræður við það.  Hér er líka púslað af miklum móð (himinn yfir New York fyrri hluta 2001 verður þolinmæðisvinna!).  Við gengum einn hring upp að ökrum, lásum og dúlluðumst.

Bóndinn verður í fríi í næstu viku (og lengur) svo áfram verður slakað á og lífsins notið.

Vonandi hafið þið það öll sem best, hafið átt notaleg jól hingað til og verði framhald þar á – Gleðileg jól til ykkar allra og gangið hægt um gleðinnar dyr um áramótin. 🙂

Fleiri aðventumyndir

Tannlausa mærin.

Tannlausa mærin.

Spenntir leikarar fylgjast með Nikulási.

Spenntir leikarar fylgjast með Nikulási.

Konungarnir krjúpa fyrir Jesúbarninu (Sú snögga var Jósep en sá skapmikli var reyndar Súpermann!)

Konungarnir krjúpa fyrir Jesúbarninu (Sú snögga var Jósep en sá skapmikli var reyndar Súpermann!)

Frjáls aðferð í brekkunni - það var kalt þennan laugardag, um 13 stiga frost en milt.

Frjáls aðferð í brekkunni - það var kalt þennan laugardag, um 13 stiga frost en milt.

Sú snögga önnum kafin, Ameríkanar og hálfur Íslendingur.

Sú snögga önnum kafin, Ameríkanar og hálfur Íslendingur.

Smá sýnikennsla - allir með einhvern Íslending í sér á þessari mynd.

Smá sýnikennsla - allir með einhvern Íslending í sér á þessari mynd.

Úti í brekku á meðan steikt var inni.

Úti í brekku á meðan steikt var inni.

Karlaveldi útivið.

Karlaveldi útivið.

Aðventan í hámarki

Tíminn flýgur áfram svona rétt fyrir jólin.

Á mánudaginn kom sú snögga heim með laflausa tönn – rétt eina!  Hafði lent í smá samstuði í leikfimi og tönnin losnaði svona rosalega, stuttu eftir heimkomuna var búið að kippa henni úr, sjö tennur farnar síðan í sumar og þrjár komnar upp!

Þriðjudagurinn var hefðbundinn, frúin fór á kóræfingu um kvöldið.

Á miðvikudegi kom bekkjarsystir þeirrar sveimhuga í heimsókn, þýska stúlkan í bekknum – auk þeirrar amerísku og systur hennar.  Jólamuffins voru bökuð upp úr stærðfræðidæmi.  Um kvöldið voru sálmar sungnir í Stiftskirkjunni auk ritningarlestra og voru börnin prúð eins og lömb undir enska textanum.  Þá er kórstarfi frúarinnar lokið í bili.

Á fimmtudag kom kennari þeirrar sveimhuga í heimsókn (hún kennir þeirri snöggu reyndar stærðfræði) – hún hefur fallið fyrir íslenska lopanum, var búin að prjóna kjól á dótturina og kom hingað til að sjá mismunandi gerðir af lopa og uppskriftir.  Um kvöldið var hnoðað í laufabrauð og hálf uppskrift flött út.

Á föstudaginn var alþjóðlegt jólaboð á neðri hæðinni – gestir komu með eftirrétti en aðalréttur í boði hússins.  Hópur krakka nutu aðstoðar þeirrar amerísku við uppsetningu helgileiks, frúin og bóndinn sungu „Hátíð fer að höndum ein“ og krakkarnir okkar sungu fyrir Nikulás sem kom færandi hendi – hann kallaði hvert og eitt barn upp og spurði hvort þau vildu syngja og okkar börn gerðu það.  Að vísu gekk þeim illa að skilja Nikulás, hann var illa haldinn af Svissnesku!  Sá skapmikli var svo heillaður af jólasveininum að hann hreyfði bara varirnar nema hvað „Adam“ heyrðist öðru hverju frá honum (frúin og sú sveimhuga studdu hann) í „Adam átti syni sjö“.  Meira laufabrauð flatt út.

Á laugardaginn voru steiktar kleinur og soðiðbrauð – eftir stutta ferð á sjúkrahúsið með þann skapmikla.  Hann þurfti að komast að því hvort nammið frá jólasveininum passaði í nefið – sem það og gerði en komst ekki þaðan út.  Bóndinn fór með hann á barnaspítalann, en þegar þangað var komið lak það út sem ekki hafði leysts upp.  Það var farið út að renna í brekkunni (það snjóaði aftur á föstudagskvöldinu), krakkar fóru í brúðuleikhús með pabba sínum að sjá „Pétur og Brand“ og höfðu mikið gaman af.  Það kólnaði heldur þennan dag, frostið fór niður í 14 stig um miðjan daginn.   Annað deig af laufabrauði hnoðað og flatt út.

Á sunnudaginn fengum við svo góða gesti í heimsókn, fyrrverandi nágranninn kom með fjölskyldu og íslensk/þýsk/ameríska fjölskyldan kom til að skera út laufabrauð.  Það gekk svo ljómandi vel að þau síðarnefndu hafa beðið um að fá að taka þátt í að fletja á næsta ári svo þetta geti orðið árlegur siður hjá þeim.  Krakkar og flestir fullorðnir fóru út að renna á meðan brauðið var steikt, kleinur og soðiðbrauð runnu ljúflega niður ásamt með afgöngum og hakksúpu.  Seinni partinn fór að hlýna og það snjóaði meira, alveg fram á kvöld en þá var frostið komið upp í tvær gráður.

Frábær dagur með yndislegu fólki og nú mega jólin koma!

Ýmsar (jólamarkaða) myndir

Margt býr í þokunni.

Margt býr í þokunni.

Köngulóarmaðurinn fer líka í jólaskap.

Köngulóarmaðurinn fer líka í jólaskap.

Leikið í snjónum á pallinum.

Leikið í snjónum á pallinum.

Handknúna parísarhjólið var komið til Esslingen, það var ekki síður skemmtilegt núna en í Koblenz í sumar.

Handknúna parísarhjólið var komið til Esslingen, það var ekki síður skemmtilegt núna en í Koblenz í sumar.

Það krefst mikillar einbeitingar að lita kerti.

Það krefst mikillar einbeitingar að lita kerti.

Það er sko stuð að borða smákökur upp við mörg hundruð ára gamlan kastalavegg!

Það er sko stuð að borða smákökur upp við mörg hundruð ára gamlan kastalavegg!

Esslingen í ljósaskiptunum - ef þið getið séð, þá er merkilegt hversu turnarnir tveir á kirkjunni eru ólíkir.

Esslingen í ljósaskiptunum - ef þið getið séð, þá er merkilegt hversu turnarnir tveir á kirkjunni eru ólíkir.

Píramídi á jólamarkaði - "örlítið" stærri en sá sem við keyptum.

Pýramídi á jólamarkaði - "örlítið" stærri en sá sem við keyptum.

Jólamarkaðir

Og enn nálgast jólin, á mánudaginn var sund hjá þeirri sveimhuga og heimanám fram að kvöldmat eftir það.

Á þriðjudaginn var dúllað heimavið eftir skóla, smá föndur og dund.

Á miðvikudag kom barnapían, öllum til mikillar ánægju.  Við hjónin gátum skroppið og keypt jólagjafir handa krökkunum og komum við á litlum pizzastað á heimleiðinni.   Ítalirnir þar voru ánægðir með Þýskaland, nóg vinna, nóg að gera – og hægt að selja ólívuolíuna úr garðinum heima, kaupum hana næst.  Sá skapmikli vildi að parnapían gisti, honum er meinilla við kveðjustundir!

Á fimmtudag voru smáræðileg þrif og bóndinn skrapp til tannlæknis – við ákváðum að gera Dr. Med. Hornef ekki að fjölskyldutannlækni, þó hann sé hér í næsta húsi – við hlægjum of mikið þegar við segjum nafnið hans!

Á föstudaginn var ákveðið að sleppa sundinu aftur, jólamarkaður í borginni sem arkað var á eftir fimleikana – margt fallegt að sjá og við keyptum kökukefli úr ólívuviði, það þarf eiginlega að geymast við hliðina á mortelinu úr ólívuviði – ef fram heldur sem horfir verður eldhúsið fullt af áhöldum úr þessum fallega viði.  Einn bolli fylgdi okkur líka heim.

Á laugardaginn var gleði í bænum, jólasveinarnir skrifuðu börnunum bréf og útskýrðu að þeir hefðu fengið Nikulás til að aðstoða sig fyrir þessi jólin, þar sem of erfitt væri að koma daglega.  Nikulás hefur því nóg að gera – ekki dró úr gleðinni þegar við tókum eftir því að hann hafði ekki bara komið með góðgæti í skóinn, heldur líka snjó.  Krakkarnir fóru því út að leika með amerísku vinkonunum, þær voru með tvær þotur, en hér var pappakössum skellt inn í plastpoka og á því renndu systur sér alsælar.

Eftir hádegið fórum við til Esslingen, vorum aðeins komin af stað í átt til bæjar með því nafni suður af Tübingen þegar frúin áttaði sig á því að það væri vitlaus Esslingen og snéri snarlega við.  Markaðurinn þar er bæði jóla- og miðaldamarkaður, margt skemmtilegt að sjá og við keyptum einn lítinn pýramída með spöðum sem snúast þegar kveikt er á kertum, afskaplega fallegt.  Við gengum upp að kastalanum – eða alla vega kastalaveggjum, sáum nú engan kastala þar uppi á hæðinni, gangan upp var stíf en útsýnið algjörlega þess virði þegar upp var komið.  Einn bolli fylgdi okkur heim.

Í dag drifum við okkur í sund með íslensk/þýsk/amerísku fjölskyldunni fyrir hádegið og eftir hádegið kom gamli nágranninn með fjölskylduna.  Við fórum í bæinn sem var stappfullur af fólki, gengum aðeins um og borðuðum svo saman hér heima á eftir. Einn bolli fylgdi okkur heim.

Afskaplega yndæl helgi og vika að baki og spennandi vika framundan.  Sú sveimhuga sagði á laugardaginn (sem oftar) „þetta er besti dagurinn, mamma!“

Sú snögga er svo ánægð með jólasveinana að hún vill helst standa í daglegum bréfaskriftum við þá – verst hvað þeir eru lélegir í stafsetningu og skrift!

Jólin nálgast – myndir

Súkkulaðið hrært svo það kólni.

Súkkulaðið hrært svo það kólni.

Því var líka velt um á marmaraplötu.

Því var líka velt um á marmaraplötu.

Það var dálítið subbulegt!

Það var dálítið subbulegt!

Allir búnir að skreyta plöturnar sínar.

Allir búnir að skreyta plöturnar sínar.

Sæl systkini með plöturnar sínar tilbúnar.

Sæl systkini með plöturnar sínar tilbúnar.

Myndum var varpað á nokkur húsanna, þarna eru kakóbaunir.

Myndum var varpað á nokkur húsanna, þarna eru kakóbaunir.

Sölufólk að undirbúa sig fyrir framan bakaríið í Wanne.

Sölufólk að undirbúa sig fyrir framan bakaríið í Wanne.

Bóndinn með fínu Kastelruth svuntuna sína - takið eftir bjórflöskunum ofan á skápunum til vinstri!

Bóndinn með fínu Kastelruth svuntuna sína - takið eftir bjórflöskunum ofan á skápunum til vinstri!

Beelzebub hinn svarti fylgdarsveinn heilags Nikulásar kíkti á jólamarkaðinn í Honau - hann útdeilir fyrir sveinka og var með súkkulaði í þetta skiptið.

Beelzebub hinn svarti fylgdarsveinn heilags Nikulásar kíkti á jólamarkaðinn í Honau - hann útdeilir fyrir sveinka og var með súkkulaði í þetta skiptið.

Svo var hægt að fá svona líka ljómandi andlitsmálningu, það voru ekki allir jafn sáttir við að þvo sér í framan fyrir háttinn!

Svo var hægt að fá svona líka ljómandi andlitsmálningu, það voru ekki allir jafn sáttir við að þvo sér í framan fyrir háttinn!

Jólin nálgast

Á mánudaginn var „Bastelmittag“ í skólanum hjá þeirri sveimhuga, föndur vegna Mali basars sem var haldinn í gær.  Frúin og dæturnar skelltu sér í föndur og höfðu gaman af.

Á þriðjudaginn fór sú sveimhuga til tannlæknis, eftir það fékk frúin húsmæðraorlof og nýtti það til að skoða föt, fara í matvörubúð og skella sér á kóræfingu.  Aðventumessa á ensku verður haldin 16. des og frúin syngur með í þeim kór.

Á miðvikudag skruppum við í eins árs afmæli til lítils búlgversks drengs, þangað mættum við með pönnsur og góða skapið.  Afmælið var alþjóðlegt, búlverska fjölskyldan, við Íslendingarnir, ameríski kvenpeningurinn, kínverskt par og svo litu þjóðverjar við undir lokin.

Á fimmtudaginn var búðarferð á dagskrá, bóndann vantaði buxur og sá skapmikli vildi endilega nota tækifærið og fá sér sjóræningjabuxur, þær fundust að vísu ekki, en köngulóarmanns buxur voru ágæt sárabót.  Drengurinn fékk svo jólaklippinguna um kvöldið.

Á föstudaginn fórum við á súkkulaðimarkaðinn í bænum, krakkarnir fengu að búa til sitt eigið súkkulaði áður en stormað var í fimleika.  Eftir þá var aftur rölt í bæinn, súkkulaði sinnep keypt auk annars smálegs súkkulaðis – ákaflega skemmtilegt og bærinn fallega skreyttur.

Í gær var Mali basarinn hjá þeirri sveimhuga, þar seldist svo að segja allt upp og allir ánægðir með árangurinn.  Seinni partinn var slappað af, krakkar horfðu á jólamyndir og foreldrarnir skrifuðu á jólakort.

Í dag fórum við á jólamarkað í Honau, bæjar fyrir neðan Lichtenstein kastalann, það var afskaplega ljúft, fórum með vinnufélögum bóndans og fjölskyldu – markaðurinn lítill og notalegur.  Á heimleiðinni kíktum við á jólamarkaðinn í Reutlingen, hann er allur sölumannslegri og ekki eins kósý og sá minni.

Við fengum útskýringu á, að því er okkur finnst, skorti á á jólaljósum hér í Tübingen, hér er varla ljós að sjá í íbúðarglugga.  Það er vegna þess að borgin er í hjarta Swäbiu, sem er orðlögð fyrir ráðdeild.  Því er fjármunum ekki sóað í svoleiðis fordild hér í borg.

Sú sveimhuga komst upp á nýtt þroskastig í vikunni, tönnin sem brotnaði á laugardaginn þurfti fyllingu á þriðjudaginn, það þurfti að bora smá og deyfa – í fyrsta skipti sem eitthvað hefur þurft að gera hjá tannlækni.

Sú snögga  fékk hrós í foreldraviðtölum vikunnar – er að vísu dálítið fljótfær í stærðfræðinni (kemur á óvart) en afskaplega brosmild og vinsæl jafnt meðal nemenda og kennara.  Að eigin sögn kann hún orðið heilmikið í þýsku en bara svolitla ensku.

Mesta ósanngirni sem sá skapmikli hefur lent í var 1. des, „ég vil opna hrír!“ (Þrír þýðir semsagt margir) og tók það korter að sannfæra hann um að einn gluggi á dag væri málið, 2. des var kurteislegar spurt „má ég opna hrír?“ og neitun tekið samstundis, 3. des var ekki spurt – tekur þrjá daga að læra nýja hluti.  Hann átti svo stórleik þegar hann ræddi við afa sinn í símann – stóð í sófanum, með krosslagða fætur og handlegg á sófabakinu og ræddi málin með karlaröddinni sinni.