Snjómyndir Posted byarny 18. janúar, 2010 Strá nágrannans eru falleg í snjónum. Jólatréð góða úti í snjónum. Lært og perlað, mikið vandaverk á öllum vígstöðvum. Sú snögga og Hektor fylgjast með þeirri sveimhuga og þeim skapmikla renna sér saman á snjóþotunni. Sú sveimhuga liggur undir þeim skapmikla. Svona er gaman í snjónum. Í stóru brekkunni var gerður stökkpallur sem virkaði rosalega vel! Horft aðdáunar - eða óttablöndnum augum á stökkin! Nýi sleðinn í amerískri prufuferð - unnið að snjókarlagerð fyrir aftan. Snjókarlagerðarkona frá Ameríkunni. Og snjókarlagerðarmaður. Sleðin rúmar þrjú börn! Fyrrverandi nágranninn með sinn yngsta í frumraun snjóþotuferðar - barnapían sveimhuga við störf. Ferðin upp reynist oft löng - sá skapmikli heppinn í þessari ferð, situr á sleðanum hjá bóndanum