Monthly Archives: febrúar 2010
Snemmkomið vor
Vorið kom á mánudagsmorguninn! Þá var allt í einu allur snjór svo að segja farinn, nema þykkustu klakabunkarnir, hitinn kominn yfir frostmark – líka á nóttunni, fuglar farnir að syngja og vorgosar að stingast upp. Skólinn byrjaði aftur og voru allir merkilega sáttir við hversdaginn, skólasund og leikfimi hjá yngri krökkunum. Á þriðjudeginum var allt …
Gestamyndir
Tómlegt kot
Þá eru fyrstu gestir frá Íslandi þetta árið komin og farin – alltaf er nú hálf tómlegt í kotinu þegar góðir gestir hverfa heim á leið. Á mánudaginn var sú snögga lasin, fékk hita í kjölfar gubbunnar á sunnudag og lá í bóli frúar allan daginn og vildi fá að vera þar í friði. Afinn, …
Fleiri „Fasnet“ myndir
Amma og afi í heimsókn
Vikan hefur liðið hratt – hér var „fasnet“ stemmning meiri hluta vikunnar. 🙂 Mánudagur og þriðjudagur voru hefðbundnir með leikskóla, skóla og leikfimitímum – og talið niður í gesti. Á miðvikudag var karnival hjá þeim skapmikla, hann fór sem ljón og skemmti sér konunglega. Á fimmtudag fóru sá skapmikli og frúin að sækja ömmu og …
Myndalaus niðurtalning
Þá er vikan flogin hjá, lítið var gert umfram það allra hefðbundna. Á miðvikudaginn kom þó skólasystir þeirrar sveimhuga í heimsókn, frúin greip tækifærið og var með stutta Íslandskynningu á þýsku fyrir móðurina – einnig smá lopaauglýsingu! Á laugardaginn fórum við í barnaafmæli til fyrrverandi nágrannans og skemmtum okkur konunglega í góðum félagsskap, haldið var …