Systur í nýprjónuðum kjólum og ótrúlega morgunhress snáði.Þegar hretið kom í vikunni notaði frúin tækifærið og tók svolítið af myndum af gestunum sem hafa heimsótt okkur reglulega í vetur. Myndirnar eru að vísu allar teknar í gegnum gluggann og því ekki neitt ofboðslega skarpar.Nokkrar tegundir fugla hafa heimsótt okkur og þekkjum við ekki margar þeirra.Þessi með rauða brjóstið er frekar styggur.Svona var pallurinn okkar á fimmtudagsmorguninn var, 11. mars.Og svona var útlitið í morgun, sunnudaginn 14. mars.Systur við rótarflækju trés sem féll greinilega nýlega. Þetta var í skóginum ofan við Bebenhausen.Hér sést líka í litla hríslu, ofan við höfuðið á þeirri sveimhuga, sem var svo óheppin að fylgja með stóra trénu þegar það féll.