Útilegumyndir – varúð, margar myndir Posted byarny 27. ágúst, 2010 Fyrsta nóttin í nýja tjaldinu að baki. Leikið úti í vatni. Bílstjóri framtíðarinnar. Fyrsta myndin í seríunni - vill ekki vera hjá Lamadýri! Þvottabirnirnir vildu ólmir snerta puttana á þeirri sveimhuga. Skapmikill Lukku Láki. Svakalegt brúðuleikhús! Spenntir áhorfendur. Vatnið Bled í Slóveníu, í baksýn er kirkja úti í eyju. Kastalinn fyrir ofan þorpið Bled. Ég vil ekki standa á þessu torgi í Ljubljana. Ég vil ekki vera á mynd í þessum kastala! Ég vil ekki vera hjá þessum steindreka í Ljubljana! Skemmtilegur gosbrunnur í Ljubljana - fætur voru fegnir að blotna smá þar. Minnisvarði um pólitíska fanga sem grófu Ljubelj göngin yfir til Austurríkis. Frans Josep, það var hægt að skauta á stöplinum - á crocks skóm. Stefánskirkja í Vín á bak við ísunnendur frá Íslandi. Setið á bekk með Gosa. Engin Sacherterta var snædd í þessari ferð. Ósmekklegasti grafreiturinn, neðsta myndin er af manninum við bílinn sinn, konan er enn á lífi! Minnisvarði um Mozart. Sú sveimhuga á baki risaskjaldböku með slöngu um hálsinn! Sá skapmikli prófaði líka í skriðdýragarðinum í Klagenfurt. Í kjafti T-Rex! Stegosaurus á bak við þá snöggu. Hliðið inn í Dachau. Skálarnir voru 34, hver byggður fyrir um 200 fanga, þegar búðirnar voru frelsaðar voru allt að 2000 í hverjum þeirra. Gengið niður að minnisvarða Gyðinga, Kaþólikkar og Mótmælendur eru líka með minnisvarða rétt við hliðina. Minnumst þeirra sem létu lífið og stöndum vörð um frið og frelsi allra. Aldrei aftur og aska hins óþekkta fanga.