Myndir – Dólómítafjöll á Ítalíu og Vaduz í Lichtenstein Posted byarny 25. ágúst, 2009 Tjaldið í Edolo, morgunverður áður en lagt var af stað. Krakkar með skítugar tær. SKÍTUGAR TÆR! Útsýnið á ljótu leiðinni - í passo de Fedaia þar sem er uppistöðulón upp í fjöllunum. Meira af ljótu leiðinni. Þarna hélt svo vegurinn áfram. Staðið á stíflunni - aðeins farið að hlýna og peysunum lagt stuttu síðar. Við sáum Maríustyttur víða á Ítalíu, þó að í Dólómítafjöllunum hafi reyndar farið meira fyrir Kristi á krossinum eins og hér í Þýskalandi. Í bænum Corvara stoppuðum við aðeins og lentum á sumarhátíð þar sem hægt var að borða og hlusta á Týrólatónlist - bóndanum til ómældrar ánægju. Corvara í dalbotninum. Dólómítafjöllin eru tignarleg. Í Canazei er hótel Oswald sem við kjósum að halda að sé nefnd eftir Oswald Sattler Týrólatónlistarmanni - uppáhalds söngvara bóndans þessa dagana. Gauksklukku húsið í Canazei. Klukkan 5 kom gaukurinn út efst og á eftir honum 4 pör sem dönsuðu við klukknaspil rétt fyrir neðan klukkuna. Dúkkulegt hús og Jesús rétt við tjaldstæðið. Og María Mey hinum megin við götuna. "klósett" á ítölsku tjaldstæði - flest voru þau svona, þó svo að eitt og eitt venjulegt væru til staðar - en þessum holum er hægt að sturta og þau eru postulíns! Dólómítar. Áðurnefndur Oswald Sattler er frá Kastelruth/Castelrotto og ættingjar hans eiga líklega þessa búð þar sem keypt var svunta á bóndann. Komin til Furstadæmisins Lichtenstein - sá skapmikli að mjólka. Höll furstans - erfitt að sjá fánann frá þessu sjónarhorni, en kastalinn er beint yfir miðbænum.