Í dag fékk ég gleraugu. Ákvað að það væri tímabært fyrst ég er að fara á minn fyrsta Landsfund Vinstri grænna um helgina. Þar sem ég hef ekkert merkilegt fram að færa, þá verð ég að minnsta kosti að líta gáfulega út
Það var annars áhugavert að keyra heim með nýju gleraugun. Þvílík skerpa! Ég sá lengst uppí Breiðholt neðan úr bæ. Fjöllin voru ótrúlega skýr. Og ég sá á götuskiltin. Ég var reyndar svo upptekin af öllum smáatriðunum í fjarska að það truflaði mig aðeins við aksturinn, en það slapp.
Annars allt gott að frétta. Ýmislegt hefur á daga mína drifið. Skrifa kannski meira um það seinna.